Fer­amßlastofa kynnir VAKANN
06.03.2012

VAKINN - er orðinn að veruleika
Merkur áfangi náðist í sögu íslenskrar ferðaþjónustu þegar gæða- og umhverfiskerfið VAKINN var formlega tekið í notkun s.l. þriðjudag. Þróuð hafa verið gæðaviðmið fyrir allar greinar ferðaþjónustu en í fjölmörg ár hefur verið rætt um nauðsyn á slíku kerfi. Með VAKANUM fá ferðaþjónustuaðilar í hendur tæki sem getur verið þeim verkfæri og leiðsögn í átt til betri þjónustu og aukins öryggis.

Verkfæri ferðaþjónustuaðila
Markmiðið með VAKANUM er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þannig er kerfið fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi. Þetta er gert með hjálpargögnum og leiðsögn. Ferðaþjónustuaðilar eru ekki skyldugir að taka þátt í VAKANUM en styrkleikar kerfisins eiga einmitt að felast í því að kostir þess séu öllum augljósir.
Kerfið er tvískipt, þ.e. stjörnuflokkun fyrir gististaði og úttekt á ferðaþjónustu annarri en gistingu. Þá fylgir VAKANUM einnig umhverfiskerfi sem aðilar hafa val um að taka þátt í, en það kostar ekkert aukalega.

Miðvikudaginn 7 mars verður VAKINN kynntur á Icelandair Hotel Klaustri frá kl !5:00 - 17:30.

Dagskrá kynningarfunda:
15:00         Ávinningur af VAKANUM 
       Elías Bj. Gíslason, Ferðamálstofu                
15:30        Umhverfiskerfi VAKANS        
        Hrafnhildur Tryggvadóttir, UMÍS        
15:50        Gerð öryggisáætlana
        Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur og verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu                
16:10        Kaffi/te
16:25        Áhættumat í ferðaþjónustu
        Leifur Gústafsson, Vinnueftirlitinu
16:45        Rekstur og stjórnun
        Tinna Björk Arnardóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
17:05        Stuðningur og fylgigögn VAKANS
        Áslaug Briem, Ferðamálastofu
17:25        Mikilvægi gæða- og umhverfismála, innlegg heimamanns
        Friðrik Pálsson, Hótel Rangá og formaður stjórnar Íslandsstofu

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort