Vi­urkenningar vegna 2011.
17.01.2012

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd Skaftárhrepps efndu sameiginlega til hófs í Héraðsbókasafninu á  Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 14. janúar s.l.  þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2011.


Félagsmiðstöðin Klaustrið hefur verið mjög dugleg í allskonar keppnum á árinu. Viðurkenningar hlutu: Hafdís Gígja Rögnvaldsdóttir fyrir þátttöku í söngkeppni félagsmiðstöðva. Rebekka Margrét D. Ágústsdóttir, Tamita Loise Olayvar, Þórhildur Marteinsdóttir og Bjarney Þórarinsdóttir fyrir árangur sinn í hönnunarkeppni félagsmiðstöðva Stíl, en þær fengu verðlaun fyrir hönnun á keppninni.

 

 

Johann Gunnar og Heida GudnyÍþróttamenn höfðu líka staðið sig ljómandi vel á árinu.  Ármann Daði Gíslason hlaut viðurkenningu fyrir árangur í frjálsum íþróttum og Jóhann Gunnar Böðvarsson fyrir árangur í knattspyrnu.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd Ármanns Daða.

 

 

 

Íþróttamaður ársins í Skaftárhreppi var svo valin Kristín Lárusdóttir hestakona.

KristinLar

 

 

Björgunarsveitirnar Lífgjöf í Álftaveri, Stjarnan í Skaftártungu og Kyndill á Klaustri ásamt Klaustursdeild Rauða Krossins fengu svo viðurkenningu umhverfis- og náttúruverndarnefndar fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélags síns á neyðartímum þegar Grímsvötn spúðu ösku sinni og Katla minnti á sig með flóði í Múlakvísl. 

Myndirnar tók Kjartan H. Kjartansso

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort