Sta­fest a­alskipulag Skaftßrhrepps 2010-2022
01.12.2011

Samkvæmt 19.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur umhverfisráðherra þann 21. nóvember 2011 staðfest aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022.

Frestað er staðfestingu þess hluta aðalskipulagsins er varðar legu háspennulína frá Hólmsárvirkjun að Búlandsvirkjun og frá henni til norðurs að Sigöldulínu 4, sbr.2.mgr.19gr. skipulags- og byggingarlaga.

Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Skaftárhrepps 2002-2014 frá 26.mars 2003, með síðari breytingum.

Leiðarljós aðalskipulagsins er að efla viðgang og vöxt sveitarfélagsins til hagsbóta fyrir íbúa þess. Áhersla er lögð á hófsemd og virðingu í umgengni við náttúruna, hagkvæma nýtingu lands og landsgæða, eðlilega þróun og æskilega nýbreytni í atvinnuháttum og trausta velferðarþjónustu.

Staðfest skipulagsgögn má nálgast á heimasíðu Skaftárhrepps klaustur.is undir liðnum: Stjórnsýsla - Um svæðið - Skipulagsmál. Einnig liggja gögnin frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustri. 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort