Tˇnlistarveisla ß KirkjubŠjarklaustri helgina 13. og 14. ßg˙st 2011
09.08.2011

 

 

Tónlistarveisla á Kirkjubæjarklaustri
helgina 13. og 14. ágúst 2011

Laugardaginn 13.8. kl.17:00 og sunnudaginn 14.8. kl. 15:00
Kirkjuhvoli, Klausturvegi, Kirkjubæjarklaustri, Skaftárhreppi

Í undurfagurri umgjörð náttúru Kirkjubæjarklausturs og nágrennis, þar sem grænkan sigrast nú á öskunni, mun hin árlega tónlistarhátíð Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri bjóða upp á sannkallaða tónlistarveislu helgina 13. og 14. ágúst 2011. Flytjendur verða Garðar Thór Cortes, tenór, Þóra Einarsdóttir, sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Krystyna Cortes píanóleikari, spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui og lettneski píanóvirtúósinn Inese Klotina.

Tónleikagestir í Skaftárhreppi eiga von á ástríðufullum og safaríkum tónleikum í flutningi fyrsta flokks tónlistarmanna. Á efnisskránni eru gullfalleg og krefjandi verk frá byrjun 20. aldar til okkar daga, sönglög eftir tónskáldin Morales-Caso, Britten, Rachmaninoff, Poulenc, Rimsky-Korsakoff, Strauss, Berg og Vaughan-Williams, gítareinleikur eftir Houghton, og píanóeinleikur eftir Medtner. Hátíðinni allri lýkur svo með flutningi Garðars Thórs og Þóru á einni af fegurstu senum óperubókmenntanna, þegar Rodolfo og Mimí kynnast í óperunni La Bohème. Þau munu syngja aríurnar Che gelida manina, Sí, mi chiamano Mimí og dúettinn O, soave fanciulla.

Það er stefna hátíðarinnar að blanda saman þekktum og óþekktum verkum og að stuðla að frumsköpun í tónlist. Hátíðin fékk því í ár Hauk Tómasson til að þess að semja nýtt verk, Sönglög úr Söng steinasafnarans við ljóð eftir Sjón, sem Guðrún Jóhanna og Francisco Javier munu frumflytja.

Hótel og gististaðir á og í nágrenni Klausturs bjóða gestum hátíðarinnar upp á gistingu og fæði í ýmsum verðflokkum. Um það má fá upplýsingar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Klaustri í síma 487-4620 á síðunni www.klaustur.is eða í netfanginu info@klaustur.is

Miðaverð er 3.500 kr. á staka á tónleika og 6.000 kr. á báða tónleikana. Miðaverð fyrir eldri borgara er 3.000 á staka tónleika og 5.000 kr. á báða.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, í netfanginu kammertonleikar@gmail.com


www.gardarthorcortes.com
www.einarsdottir.com
www.gudrunolafsdottir.com
www.javierjauregui.com
http://www.iliadkultur.com/inese.html

YouTube:

Garðar Thor Cortes syngur Caruso:
http://www.youtube.com/watch?v=sLB6rn8Q80s
Þóra Einarsdóttir og Jónas Sen flytja Spring Waters eftir Rachmaninoff:
http://www.youtube.com/watch?v=YwV21r9-J6M
Guðrún Jóhanna og Francisco Javier flytja katalónska þjóðlagið Söngur fuglanna:
http://www.youtube.com/user/lentoadagioallegro#p/u/1/cDgUkvbbzIs
Inese Klotina spilar Medtner:
http://www.youtube.com/user/iliadkultur#p/u/4/9RdLhvReTck


Efnisskrá/Programme:


Laugardagur 13.8. kl. 17:00
Samtími og síð-rómantík

Phillip Houghton Stelle
(1954-) Francisco Javier Jáuregui

Haukur Tómasson Hún er vorið (Matthías Johannessen)
(1960-)
Sönglög úr Söng steinasafnarans eftir Sjón (frumflutningur)
- Tímamót
- Strengleikur
- Dægurlag
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui

Eduardo Morales-Caso Homenajes
(1969-) I Homenaje a Joaquín Rodrigo
II Homenaje a Frederic Mompou
III Homenaje a Manuel de Falla (Nana dramática)
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui

Hlé

Vaughan Williams Let Beauty Awake
(1872-1958)
Richard Strauss Das Rosenband
(1864-1949)
Alban Berg Die Nachtigall
(1885-1935)
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Inese Klotina

Nikolai Karlovitch Medtner Sónata í a-moll Op. 30 (Styrjaldarsónatan)
(1880-1951) Allegro risoluto - allegro molto

Miniatures
Inese Klotina

 


Sunnudagur 14.8. kl. 15:00
Frá Britten til la Bohème

Benjamin Britten Winter Words:
(1913-1976)
1. At day-close in November
2. Midnight on the Great Western ‘The Journeying Boy'
3. Wagtail and Baby ‘A Satire'
4. The Little Old Table
5. The Choirmaster's Burial ‘The Tenor Man's Story'
6. Proud Songsters ‘Thrushes, Finches and Nightingales'
7. The Railway Station, Upway ‘The Convict and the Boy with the Violin'
8. Before Life and after

O Waly,Waly,
The Miller of Dee
The foggy, foggy dew
Garðar Thór Cortes og Krystyna Cortes

Hlé

Francis Poulenc: úr Fiançailles pour rire
(1899-1963) - IV Mon cadavre est doux comme un gant
- V Violon
- VI Fleurs

Nikolai Rimsky-Korsakoff Op 43 No 2 (Það var ekki vindurinn)
(1844-1908) Op 40 No 3 (Á friðsælli nóttu)

Sergei Rachmaninoff Op 4 Nr 4 (Aldrei syngja fyrir mig framar)
(1873-1943) Op 21 No 5 (Liljurnar)
Op 21 No 7 (Hér er yndislegt)
Þóra Einarsdóttir og Krystyna Cortes

Giacomo Puccini Úr óperunni La Bohème:
(1858-1924) - Che gelida manina
- Sí, mi chiamano Mimí
- O, soave fanciulla
Garðar Thór Cortes, Þóra Einarsdóttir og Krystyna Cortes

Vinsælt hefur verið að gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs til að njóta þar tónlistar og náttúrufegurðar undir lok sumarsins og er fólki ráðlagt að panta gistingu í tíma. Það er Menningarmálanefnd Skaftárhrepps sem stendur fyrir hátíðinni.

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort