Ni­urst÷­ur Dioxin mŠlinga Ý jar­vegi
06.07.2011

Umhverfisstofnun gaf í dag út skýrslu um niðurstöður mælinga á Dioxinum í jarðvegi, hér eftir fer úrdráttur úr þeirri skýrslu.   Skýrsluna í heild má nálgast neðar á síðunni.

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun ákvað í febrúar á þessu ári að kanna styrk díoxína í jarðvegi til þess að fá skýra mynd af stöðu mála hvað varðar losun díoxína út í umhverfið á Íslandi. Forsaga málsins er sú að díoxín mældust yfir mörkum í lok desember 2010 í mjólk í Skutulsfirði í nágrenni við sorpbrennsluna Funa. Umhverfisstofnun lagði þá þegar í byrjun janúar til við umhverfisráðuneytið að eldri sorpbrennslum yrði gert að uppfylla hertari skilyrði um losun mengandi efna sem giltu fyrir nýrri sorpbrennslur. Einnig var ákveðið að taka sýni í nágrenni við allar hugsanlegar uppsprettur díoxína, s.s. sorpbrennslna, stóriðju og áramótabrenna. Sýni voru tekin eftir að frost fór úr jörðu og send erlendis til greiningar. Tekin voru 50 sýni af jarðvegi út um allt land, 27 sýni í nágrenni sorpbrennsla bæði starfandi og aflagðra, 10 í nágrenni iðnfyrirtækja, 4 sýni úr jarðvegi í brennustæðum og 9 viðmiðunarsýni. Einnig var tekið sýni úr sjávarseti í Skutulsfirði (í nágrenni við brennslustöð) og úr sjávarseti úr Álftafirði til viðmiðunar. Sýnatakan fór fram seinnihluta maí mánaðar. Sum sýni á Suðurlandi voru tekin þar sem aska frá gosinu í Grímsvötnum lá yfir sýnatökustað. Greiningar á öskunni sýna að hún hefur engin áhrif á niðurstöður. Niðurstöður greininga liggja nú fyrir.

Á heildina litið er niðurstaða mælinganna sú að díoxín í jarðvegi er í öllum tilvikum undir þeim mörkum sem kalla á takmarkanir á nýtingu, hreinsun jarðvegs eða geta skapað hættu fyrir almenning og lífríki. Almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rækta í jarðvegi, tína ber eða nýta aðrar náttúruafurðir.

 

Díoxín í jarðvegi í nágrenni við sorpbrennsluna á Kirkjubæjarklaustri og á Svínafelli í Öræfum mældust hins vegar undir mörkum. Sömuleiðis mældist díoxín í jarðvegi í nágrenni Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpeyðingarstöðvar Norðurþings undir mörkum.

 

Umhverfismörk

Við mat á niðurstöðum úr mælingum á díoxínum í jarðvegi hefur Umhverfisstofnun stuðst við þýsk umhverfismörk, en ekki eru til umhverfismörk í íslenskum reglugerðum. Lægstu mörk eru við 5 pg/g[1] (lægstu aðgerðamörk). Þegar díoxín mælast á bilinu 5-40 pg/g (WHO-PCDD/F TEQ) er brugðist við með því að finna uppsprettu losunarinnar og takmarka losun fra henni en ekki er talin þörf á því að takmarka nýtingu eða skipta um jarðveg.[1] pg jafngilda 10-12g. 1 pg/g jafngilda því að það mælist 1mg í hverjum 1000 tonnum af jarðvegi (þurrvigt)

Kirkjubæjar-klaustur

Sorpbrennsla

Sýni tekið í trjálundi við prestbústað á Kirkjubæjarklaustri. Grasi vaxinn skógarbotn mikil aska yfir sverðinum.

1,41

Á árbakka suðvestan við sorpbrennslu. Árbaki grasi gróinn með hvönn og víði. Aska yfir sverði.

0,937

Á skólalóð. Þarna er grasblettur sem er sjaldan sleginn. Aska yfir sverði.

1,58

 

Aflögð sorpbrennsla

Á svæði NV við gamla sorpbrennslu. Gróinn sandur með lyngi og grösum. Aska yfir sverði.

0,906

 

Skýrsla umhverfisstofnunar í heild sinni.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort