Ískumistur ß sunnanver­u landinu
23.05.2011

Öskufall hefur verið víða á Suðurlandi í dag, frá Öræfum og vestur í Ölfus. Búið er að dreifa rykgrímum og hlífðargleraugum á þeim svæðum þar sem mesta öskufallið hefur orðið. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar mun svifryksmælir verða fluttur frá Akureyri og settur upp á Kirkjubæjarklaustri mánudaginn 23. maí. Frekari ákvarðanir um mælingar verða teknar á mánudag. Upplýsingum um loftgæðamælingar á svæðinu verður komið á framfæri um leið og þær liggja fyrir.

Í fyrramálið snýst vindur til stífrar norðanáttar um allt land og má þá gera ráð fyrir að mistrið berist á haf út.
 
Þegar skyggni er orðið fáir kílómetrar vegna ösku og klukkustundarmeðaltal svifryks fer yfir 400 µg/m3 er rétt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ekki er nauðsynlegt fyrir fullfrískt fólk að nota grímu þegar farið er á milli staða, s.s. út í búð eða þess háttar
  • Forðast langvarandi útiveru
  • Íþróttaiðkun og útivist sem felur í sér áreynslu, s.s. trimm og erfiðar gönguferðir, getur valdið óþægindum í öndunarfærum
  • Stjórnendur íþróttaviðburða ættu að íhuga frestun móta við þessar aðstæður, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.
  • Þeir sem nauðsynlega þurfa að dvelja langdvölum úti við ættu að íhuga að nota grímur
  • Ekki er mælt með langvarandi útiveru barna né að ungbörn sofi úti í vagn

Ákveðinn hópur fólks er viðkvæmari fyrir svifryki en aðrir, t.d. fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma. Viðkvæmustu einstaklingar þess hóps geta fundið fyrir auknum einkennum frá sínum sjúkdómum við mun lægri styrki, jafnvel niður fyrir 100 µg/m3. Sjá nánar um skyggni miðað við styrk svifryks á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is.


Tekið af vef Almannavarna Ríkislögreglustjóra, www.almannavarnir.is 
Það má fylgjast með fréttum af framvindu mála.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort