Styrkir til menningarstarfs Ý Skaftßrhreppi
20.05.2011

Þann 19. maí úthlutaði Menningarráð Suðurlands styrkjum vegna ársins 2011. 

Í febrúar s.l. auglýsti Menningarráð Suðurlands eftir umsóknum um styrki til eflingar menningarlífi á Suðurlandi.  Alls barst 171 umsókn og var sótt um u.þ.b. 108 milljónir króna samtals.  Á fundi ráðsins sem haldinn var 20. apríl s.l. var samþykkt að veita 102 umsækjendum styrki, samtals rúmlega 26,5 milljónir króna.

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps hlaut krónur 400.000 vegna Kammertónleika sem áætlaðir eru í ágúst á Kirkjubæjarklaustri.  Einnig hlaut Kirkjubæjarstofa 1.500.000 króna styrk til áframhaldandi vinnu við undirbúning á Þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri. 
Þess má einnig geta að Fótspor - félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi hlaut 200.000 króna styrk til endurbyggingar sæluhússins í Dýralækjaskerjum.

Skaftárhreppur þakkar þær undirtektir sem verkefni í sveitarfélaginu hafa fengið hjá Menningarráði.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort