Unni­ gegn grˇ­ur- og landey­ingu vi­ Skaftß.
19.05.2011

Unnið gegn gróður- og landeyðingu við Skaftá

 

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, undirrituðu á dögunum sameiginlega samstarfsyfirlýsingu umhverfisráðuneytis, Skaftárhrepps og Vegagerðarinnar, sem miðar að því að stemma stigu við gróður- og landeyðingu á vatnasviði Skaftár.

 

Gróður- og landeyðing með farvegum Skaftár eru alvarleg umhverfisvandamál sem verða annars vegar vegna mikils aurburðar í sumarrennsli og hins vegar vegna Skaftárhlaupa. Eru aðilar sammála um mikilvægi þess að hindra frekari uppblástur og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár og þannig lágmarka tjón á náttúru svæðisins, einstæðum gróðurlendum, búsetu og mannvirkjum.

 

Líklegt er að aurburður Skaftár og landsspjöll af hennar völdum, ásamt viðkvæmum vatnsbúskap í Landbroti og Meðallandi, verði viðvarandi viðfangsefni til varnar búskap og byggð í Skaftárhreppi um fyrirsjáanlega framtíð.

 

Með þessari yfirlýsingu móta Skaftárhreppur, umhverfisráðuneytið og Vegagerðin samstarf til þess að sporna við eftir megni landsspjöllum  Skaftár og óæskilegum áhrifum ágangs hennar á vatnsbúskap svæðisins og verði það sameiginlegt viðfangsefni allra aðila.

 

Eins og fram kemur í yfirlýsingunni er markmið samstarfsins:

 

  • Að draga úr gróðureyðingu og jarðvegsfoki í og við farvegi á vatnasvæði Skaftár.
  • Að draga úr rofskemmdum og landbroti á landi á áhrifasvæði Skaftár.
  • Að draga úr jarðvegsfoki á Hringvegi á svæðinu og þar með truflun á umferð.
  • Að stuðla að rannsóknum á áhrifum einstakra vatnsstýringarferla og stuðla þar með að mögulegum lausnum til þess að auka stöðugleika í rennsli lækja og linda undan Eldhrauni á Út-Síðu.

 

Starfshópur fylgir markmiðunum eftir

Þá felur samstarfsyfirlýsingin í sér að skipaður verði starfshópur með fulltrúum frá umhverfisráðuneyti, Skaftárhrepp og Vegagerðinni sem ætlað er að fylgja markmiðum yfirlýsingarinnar eftir.  Gert er ráð fyrir að starfshópurinn muni starfa næstu fimm árin að þessu verkefni.   Mun ráðuneytið tryggja að stýrihópurinn hafi fjármagn árlega í þessu skyni.

 

Starfshópinn skipa Jón Geir Pétursson og Sveinn Runólfsson fh. umhverfisyfirvalda, Eygló Kristjánsdóttir og Anton Kári Halldórsson fh. Skaftárhrepps og Svanur G. Bjarnason fh. Vegagerðarinnar. Starfshópurinn hefur þegar komið saman og mun byrja á að afla gagna sem nú þegar eru til um verkefnið.  Stefnir hópurinn að því að halda opinn fund um viðfangsefnið á Kirkjubæjarklaustri í kringum 20. júní næstkomandi. 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort