G÷ngufer­ir Fer­amßlafÚlags Skaftßrhrepps sumari­ 2011
17.05.2011

Í sumar stendur Ferðamálafélag Skaftárhrepps í annað sinn fyrir gönguferðum með leiðsögn um valda staði í hreppnum.  Ferðirnar eru á miðvikudagskvöldum og sunnudögum nema annað sé tekið fram.  Allir eru velkomnir!

 

 

 

 

Maí:

24.       Kvöldferð:  Tröllshylur, Grenlækur (ath. þriðjudagskvöld)

            Fararstjórn:  Jón Helgason

            Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Tröllshyl kl.19:15)

 

Júní:

12.       Dagsferð:  Lómagnúpur
           
Fararstjórn:  Hannes Jónsson
            Mæting við Núpsstað kl. 10 (Skaftárskála kl. 9:30)

 

29.       Kvöldferð:  Rjúpnafell
           
Fararstjórn:  Páll Eggertsson og Margrét Harðardóttir
            Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Laufskálavörðu kl. 19:30)

 

 

Júlí:

10.       Dagsferð:  Úlfarsdalur (Laki)
Fararstjórn:  Kári Kristjánsson
Mæting við Skaftárrétt kl. 10 (Skaftárskála kl.9:40)

 

27.       Kvöldferð:  Blómsturvallafjall í Fljótshverfi
Fararstjórn:  Anna Harðardóttir
Mæting viðSkaftárskála kl.19 (afleggjara að Blómsturvöllum kl. 19:30)

 

 

Ágúst:

14.       Dagsferð:  Rauðhóll-Hervararstaðir-Helgastaðaháls-Holtsdalur  
Fararstjórn:  Björgvin Harðarson og og Björk Ingimundardóttir
Mæting við Skaftárrétt kl. 10 (Skaftárskála kl. 9:40)

 

31.       Kvöldferð:  Mörtunguheiði
            Fararstjórn:  Guðríður Jónsdóttir og Ólafur Oddsson

            Mæting við Skaftárskála kl. 19 (Mörtungu kl. 19:15)

 

 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur og ganga saman um fjölbreytt svæðið í góðum félagsskap!

Gjald í ferðirnar er almennt kr. 500 og sameinast verður í bíla þar sem það á við.  Allir eru velkomnir!

 

Nánari upplýsingar má fá í s. 899-8767 / netf. ferdamalafelag@gmail.com  en ferðirnar verða einnig nánar auglýstar á klaustur.is undir „viðburðir“ þegar nær dregur.

 


Ferðanefndin (Ólöf Ragna, Lilja og Ingibjörg)

 

 

Hér má nálgast áætlunina á pdf-formi.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort