Lausar st÷­ur !!
26.04.2011

Á Kirkjubæjarklaustri er gott mannlíf, þar búa um 150 manns en íbúar Skaftárhrepps eru um 450 talsins. Á Kirkjubæjarklaustri er að finna alla nauðsynlega þjónustu s.s. verslun, banka, heilsugæslustöð, leikskóla, sundlaug, íþróttahús, hárgreiðslustofu og kaffihús. Þar er glæsilegt íþróttahús og tækjasalur. Stutt er á 9 holu golfvöll á Efri-Vík.
Veðurfar og náttúrufegurð Skaftárhrepps er rómað. 

Lausar stöður á Kirkjubæjarklaustri

Staða grunnskólakennara
Við leitum að hugmyndaríkum og áhugasömum kennara í almenna bekkjarkennslu næsta skólaár. Ýmsar kennslugreinar koma til greina.   Skólastjóri er Kjartan H. Kjartansson, sími 865-7440.

Kirkjubæjarskóli á Síðu er grunnskóli með um 40 nemendur. Við skólann er gott og samhent 10 manna starfslið. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er góður. Við skólann er m.a. vel búið tölvuver, sérlega vel búið bókasafn, gott mötuneyti og þar er starfræktur tónlistarskóli og heilsdagsskóli.

Staða íþrótta- og tómstundafulltrúa
Skaftárhreppur er að leita að metnaðarfullum og dugmiklum einstaklingi með íþróttakennarapróf, sem getur tekið til starfa hjá okkur 1. ágúst 2011. Starfið felst í umsjón með rekstri félagsmiðstöðvar, forvarnarmál og uppbyggingu á íþrótta- og tómstundastarfi.  

Bókasafnsfræðingur
Staða forstöðumanns Héraðsbókasafnsins er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf.  Starfið felur í sér umsjá og frekari uppbyggingu á bókasafninu. Safnið er samsteypusafn og er einnig rekið sem skólasafn.

Sumarstarfsmenn.

Íþróttamiðstöð
Við leitum að hugmyndaríkum og atorkumiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund til starfa í íþróttamiðstöðinni í sumar.  Starfið felst í sundlaugarvörslu, afgreiðslu, þrifum og fleira.  Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum.  Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði.  Æskilegt er að umsækjendur séu eldri en 20 ára.

Upplýsingamiðstöð
Við leitum að hugmyndaríkum og atorkumiklum starfsmönnum með ríka þjónustulund til starfa í upplýsingamiðstöðinni í sumar.  Starfið felst í upplýsingagjöf til ferðamanna, afgreiðslu, þrifum og fleira.  Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum.  Hæfniskröfur eru tungumálakunnátta, landafræðiþekking, tölvukunnátta og almennir samskiptahæfileikar.  Áhugavert starf í lifandi umhverfi. 

Starfsmaður í ýmis viðhalds- og hreinsunarverkefni.
Við leitum að dugmiklum og hugmyndaríkum starfsmanni til að sinna ýmsum aukaverkefnum hjá okkur í sumar.  Um er að ræða að mestu garðslátt, hreinsun á opnum svæðum og almenna tiltekt en einnig tilfallandi viðhald svo sem fúavörn skjólveggja og þess háttar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Upplýsingar veita Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri, í síma 487-4840 og
Kjartan H. Kjartansson, skólastjóri, í síma 865-7440.

Upplýsingar um Skaftárhrepp og Kirkjubæjarskóla eru á www.klaustur.is og http://www.kbs.is

Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Umsóknir skulu berast á skrifstofu Skaftárhrepps Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustur.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort