FrŠ­sluerindi um verndun, var­veislu og sřningu hraunhella
12.04.2011

Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður, verður með fræðsluerindi um verndun, varðveislu og sýningu hraunhella á Íslandi, hótelinu á Kirkjubæjarklaustri miðvikudaginn 13. apríl 2011, kl. 20.30.

Árni hefur beitt sér fyrir verndun og varðveislu íslenskra hraunhella í fjölda ára. Í ljósi þess að einmitt það að gera helli að sýningarhelli, hefur sýnt sig að vera ein besta leiðin til varðveislu, hefur hann á síðari árum beitt sér fyrir bættu aðgengi almennings að völdum hellum.

Árni kynnti tillögu um að opna leið inn í Þríhnúkagíg í Bláfjallafólkvangi í ársbyrjun 2004 og hefur síðan, ásamt félögum sínum, Birni Ólafssyni og Einari K. Stefánssyni, unnið að því að gera þá hugmynd að veruleika.

Fyrir fjórum árum uppgötvuðu Árni og kona hans Gunnhildur alvarlegar skemmdir í Vatnshelli í Purkhólahrauni á Snæfellsnesi. Í framhaldi lagði Árni til við Umhverfisstofnun að hellirinn yrði gerður að ferðamannahelli. Undanfarið 1 ½ ár hefur hann leitt verkefnishóp, sem nú hefur gert hellinn að nánast einstæðum og afar áhugaverðum sýningarhelli.

Hér gefst tækifæri til að kynnast hugmyndum Árna um varfærna, hófstillta, en áræðna nálgun á íslenskri náttúru, og fræðast um hvernig vernda má þær viðkvæmu náttúruminjar sem margur hraunhellirinn er, okkur sjálfum og komandi kynslóðum til gagns og ánægju.

Allir velkomnir - Aðgangur ókeypis.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort