Tˇnleikar Lummˇsveitar Lř­veldisins
15.04.2011

Laugardaginn 23. apríl n.k., – laugardaginn fyrir páska – verða tónleikar á Hótel Klaustri kl. 21.

 

Þar mun Lummósveit Lýðveldisins ásamt söngvurunum Gunnari Pétri Sigmarssyni og Lindu Agnarsdóttur flytja dægurlög frá 6. áratug síðustu aldar. Sérstakur heiðursgestur tónleikanna verður Jón Kr. Ólafsson söngvari frá Bíldudal.

Tónleikarnir eru hluti dagskrárinnar Sigur Lífsins, sem fram fer á Kirkjubæjarklaustri um bænadagana.

 

Lummósveit Lýðveldisins er skipuð Skaftfellingum af breiðu aldursbili. Aldursforsetinn er á áttræðisaldri skv. kirkjubókum en afskaplega ungur í anda, og yngsti meðlimur sveitarinnar varð 16 ára nú á dögunum, en gefur þeim eldri ekkert eftir. Hljóðfæraskipan er: hrynsveit, skipuð píanói, trommum, bassa, og gítar. Saxófónn, klarinett og harmónika  skreyta svo undirleikinn, sem við lítum á sem vöggu fyrir sönginn, sem er aðal sveitarinnar.

 

Þar sem nú fara í hönd vorverk í sveitum landsins, sem bændur verða að sjálfsögðu að taka fram yfir tónleikahald, munu þessir tónleikar varla verða endurteknir í bráð, og því er hér um að ræða þetta eina tækifæri vorsins til að njóta dægurperla frá unglingsárum afa og ömmu, í vönduðum flutningi Lummósveitarinnar.

 

Öllum er heimill aðgangur að tónleikunum, en þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd foreldra.

 

Hótel Klaustur er eitt af mörgum góðum skaftfellskum hótelum, og mun áreiðanlega gera þeim gott tilboð sem vildu njóta tónleikanna og gista að þeim loknum. Sími hótelsins er 4874900.

 

Við í Lummósveit Lýðveldisins vonumst til að sjá þig og þína á tónleikunum og hlökkum til að fá tækifæri til að leyfa ykkur að njóta með okkur dægurperla liðins tíma.

 

 

f.h. Lummósveitar Lýðveldisins

Guðmundur Óli Sigurgeirsson

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort