Utankj÷rfundaratkvŠ­agrei­sla
15.03.2011

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 um Icesave, sem fram fara 9. apríl 2011, er hafin.

Hægt er að greiða atkvæði utankjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vík í Mýrdal, á opnunartíma sýsluskrifstofunnar, milli kl. 9.00-15.30 að Ránarbraut 1 í Vík. Þá er einnig hægt að hafa samband við sýslumann í síma 8938962/4871149/4878962 ef áríðandi er að greiða atkvæði utan þess tíma.

Á Kirkjubæjarklaustri sér Sigurlaug Jónsdóttir, Hraunkoti um atkvæðagreiðslu utankjörfundar og er kjörfundur heima hjá henni að Hraunkoti eða á skrifstofu hennar á Kirkjubæjarklaustri. Hægt er að hafa samband við hana í síma 4874703 eða 8950103.

Þeir sem ekki eiga heimangengt til að greiða atkvæði á kjörstað vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi, til ofangreindra kjörstjóra, fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 5. apríl nk.

Umsóknareyðublað er hægt að fá hjá kjörstjórum og á vefsíðunni www.kosning.is.


Kjósendur skulu hafa kynnt sér hvar þeir eru á kjörskrá og hafa meðferðis persónuskilríki til að sanna hverjir þeir eru, ef með þarf.

Ýmsar upplýsingar vegna komandi kosningar má fá á vefsíðunni www.kosning.is.


Vík 16. mars 2011

Anna Birna Þráinsdóttir

sýslumaður

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort