Skßldakv÷ld Ý Ůˇrbergssetri, Su­ursveit
08.03.2011

Skáldakvöld í Þórbergssetri, Suðursveit
Föstudaginn 11. mars nk. kl. 20:30

Dagskrá:
Ljósa,
Kristín Steinsdóttir rithöfundur les
Frásögn og ljóð, Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld
Kórsöngur, Kvennakór Hornafjarðar
Bréf til næturinnar, Kristín Jónsdóttir í Hlíð kynnir ljóðabók
Vængjaþytur vorsins, Ásdís Jóhannsdóttir, skaftfellskt ljóðskáld kynnt

Kaffiveitingar, aðgangur ókeypis
ALLIR VELKOMNIR

 

Skáldahelgi í Þórbergssetri
Helgina 11.-12. mars nk. verður skáldahelgi í Þórbergssetri í Suðursveit, en hefð er fyrir því að halda hátíð í Þórbergssetri, sem næst fæðingardegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars. Föstudagskvöldið 11. mars næstkomandi verður dagskrá í Þórbergssetri og hefst hún kl. 20:30. Opið verður í Þórbergssetri alla helgina, kaffi á könnunni og upplestur úr ýmsum verkum skaftfellskra höfunda ef gestir koma í heimsókn

Að þessu sinni koma í heimsókn merkar skáldkonur, en það eru þær Kristín Steinsdóttir rithöfundur og Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld. Kristín fjallar um skáldsögu sína, Ljósu, sem kom út núna fyrir jólin. Bók hennar hefur vakið mikla athygli en vitað er að þó að um skáldsögu sé að ræða er efniviðurinn rakinn til lífsferils ömmu Kristínar sem hét Kristín Eyjólfsdóttir og bjó á Kálfafelli í Suðursveit. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld ætlar að fjalla um kynni sín af Þórbergi og flytja ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni, Síðdegi. Báðar þessar bækur voru tilnefndar til menningarverðlauna DV og Kristín Steinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki bókmennta og veitti hún þeim viðtöku 2. mars síðastliðinn

Kristín Jónsdóttir í Hlíð ætlar að mæta fyrir hönd Skaftfellinga og kynna ljóðabók sína Bréf til næturinnar sem kom út árið 2009 , en bókin hefur hlotið afar góða dóma og notið mikilla vinsælda og er nú verið að endurprenta í fjórðu útgáfu. Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs ætlar að kynna ljóðabókina, Vængjaþytur vorsins eftir Ásdísi Jóhannsdóttur , sem kom út hjá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi árið 2002. Ásdís er lítið þekkt en hún lést sviplega aðeins 26 ára gömul er hún stundaði efnafræðinám í Þýskalandi. Ásdís var ættuð af Mýrunum, dóttir Jónínu Benediktsdóttur frá Einholti og á því fjölda nákominna ættingja í Austur Skaftafellssýslu.  

Til að létta lundina koma konur úr Kvennakór Hornafjarðar í heimsókn og ætlar að syngja nokkur lög, en áður hafa Samkór Hornafjarðar og Karlakórinn Jökull sungið í Þórbergssetri við sérstök tækifæri.

Skaftfellingar ættu ekki að láta þessa merku menningardagskrá fram hjá sér fara, og skreppa í heimsókn á Hala eina kvöldstund til að heiðra allar þessar konur sem hafa lagt menningarlífi á Íslandi og í Skaftafellssýslum lið með eftirtektarverðum hætti. Kaffiveitingar kosta 1000 krónur og opið verður inn á sýningar . Aðgangur er ókeypis
Hægt er að fá gistingu og dvelja yfir helgina, pantanir á hali@hali.is

 

Þórbergssetur
Hala, Suðursveit
s. 478 1078

www.thorbergssetur.is

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort