Endursko­un a­alskipulags Skaftßrhrepps 2010-2022
21.02.2011

Aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2011 tillögu að endurskoðun aðalskipulags Skaftárhrepps 2010-2022. Aðalskipulagstillagan var auglýst skv. 18.gr skipulags og byggingarlaga nr. 73/1993 og til sýnis á skrifstofu Skaftárhrepps, Skipulagsstofnun og heimasíðu Skaftárhrepps frá 25. maí til 22. júní 2010. Þeim sem töldu sig eiga hagsmuna að gæta var gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 7.júlí 2010.

Alls bárust 44 athugasemdir og þar af voru nokkrar athugasemdir þar sem hópur fólks skrifaði undir. Ennfremur bárust 12 umsagnir frá lögformlegum umsagnaraðilum. Sveitarstjórn hefur sent þeim svör sem gerðu athugasemdir og samþykkt breytingar á tillögunni sem verður send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar og staðfestingar umhverfisráðherra. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um tillöguna og niðurstöður sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Skaftárhrepps.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort