Umhverfisver­laun Skaftßrhrepps og Ý■rˇttama­ur Skaftßrhrepps 2010
10.01.2011

Laugardagurinn 8. janúar 2011 var dagur verðlaunaafhendinga í Skaftárhreppi. Umhverfisverðlaun Skaftárhrepps voru veitt og kjörinn var íþróttamaður Skaftárhrepps 2010.

 

Leikskólinn Kæribær fékk umhverfisverðlaun Skaftárhrepps og Steinn Orri Erlendsson var kjörinn íþróttamaður Skaftárhrepps 2010. Báðir aðilar eru virkilega vel að sínum verðlaunum komnir.

 

Á Leikskólanum Kærabæ hefur umhverfismálum um árabil verið sinnt í verki.  Á liðnu ári endurnýjaði leikskólinn rétt sinn til að flagga grænfánanum, sem er er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. 

 

Steinn Orri Erlendsson er einnig vel að sínum verðlaunum kominn, þar sem hann náði næst besta árangri á landinu í sínum aldursflokki árið 2010 í hástökki og kúluvarpi innanhúss.

 

Við óskum Kærabæ og Steini Orra innilega til hamingju með þessi verðlaun.

 

Meðfylgjandi eru tvær myndir frá afhendingunni.  Sérstaklega skemmtilegt við þessa verðlaunaafhendingu er að leikskólastjórinn Þórunn Júlíusdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Kærabæjar, er móðir íþróttamanns ársins. 

 

 

 

 

Ljósmynd: Þorsteinn Kristinsson

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort