Stofnfundir K÷tluseturs og Katla Geopark
17.11.2010

Sjálfseignarstofnun um Katla Geopark („jarðvang“) verður formlega stofnuð á föstudaginn kemur, 19. nóvember.  Fundurinn verður í Brydebúð í Vík í Mýrdal og hefst kl. 14:30.  Samhliða verður stofnað Kötlusetur í Vík.  Þarna er verið að stíga stórt skref – vonandi heillaspor – fyrir svæðið. 

Geoparkverkefnið er sprottið úr fyrsta átaksverkefni Háskólafélags Suðurlands, Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðará, en það var m.a. styrkt af Vaxtarsamningi Suðurlands, Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands auk sveitarfélaganna þriggja; Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.  Átaksverkefninu lauk í árslok 2009 en sveitarfélögin hafa haldið áfram með verkefnið undir stjórn Ragnhildar Sveinbjarnardóttur ferðamálafræðings í Stóru-Mörk. 


Stefnt er að því að jarðvangurinn sæki um aðild að evrópsku samstarfsneti, European Geoparks Network, sem tengist einnig sambærilegu neti hjá UNESCO.  Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur vinnur að gerð jarðfræðiskýrslu um svæðið sem verður veigamikill hluti umsóknarinnar.

Í Geopark/jarðvangi er lögð áhersla á vandaða náttúrutengda ferðaþjónustu með áherslu á jarðfræði og fræðslu.  Hluti þessa er að mikilvægt er að nýta framleiðslu úr heimabyggð.  Ramminn sem settur er um Geopark/jarðvang er hvetjandi og verður okkur vonandi öllum, sem búum og/eða störfum á svæðinu, góður leiðarvísir í starfi okkar í framtíðinni.  Ekki síst er Geopark/jarðvangur mikið og sterkt markaðstæki.

Að Katla Geopark standa sveitarfélögin Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Rangárþing eystra, auk stofnana á svæðinu, s.s. Kirkjubæjarstofu, Kötluseturs og Háskólafélags Suðurlands.

Dagskrá fundanna verður þessi:

Kötlusetur

 • Tónlistaratriði  - Tónskóli Mýrdælinga
 • Gísli Sverrir Árnason – Kötlusetur
 • Skipulagsskrá Kötluseturs – Sigurður Sigursveinsson, Háskólafélagi Suðurlands
     Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps

    
  Fulltrúi Menningarfélagsins um Brydebúð

Katla Geopark

 • Tónlistaratriði  - Tónskóli Mýrdælinga
 • Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðará  - Steingerður Hreinsdóttir, Háskólafélagi Suðurlands
 • Ragnhildur Sveinbjarnardóttir verkefnisstjóri:  Hvað er Geopark ?
 • Niðurstaða í nafnasamkeppni
 • Skipulagsskrá Katla Geopark  – Sigurður Sigursveinsson, Háskólafélagi Suðurlands
     Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra
     Eva Harðardóttir, hótelstjóri á Hótel Laka
 • Orðið laust

Veitingar í boði Menningarfélagsins um Brydebúð

Fundirnir eru öllum opnir og er fólk hvatt til að mæta.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort