KŠribŠr ver­ur Heilsuleikskˇli
12.10.2010

Þriðjudaginn 19. október mun leikskólinn Kæribær ná því markmiði að komast í hóp Heilsuleikskóla. Þann dag verður efnt til fagnaðar og er öllum sveitungum og velunnurum leikskólans boðið að koma og vera viðstaddir þegar fáni Heilsuleikskóla verður dreginn að húni við hátíðlega athöfn kl.14.00.

 

Markmið heilsustefnunnar er fyrst og fremst að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu. Í dag eru 14 heilsuleikskólar víðsvegar um landið sem hver um sig hefur sín einkenni og áherslur, auk þeirra þriggja þátta sem einkenna heilsustefnuna sem eru hreyfing, listsköpun og næring.

Í heilsustefnunni er unnið markvisst með hreyfingu og listsköpun á þann hátt að öll börn fá skipulagðar stundir með sérhæfðum kennurum 1-2 sinnum í viku. Þessar stundir eru skipulagðar fyrirfram og tengjast bæði þeim þáttum sem prófaðir eru í Heilsubók barnsins og áherslum leikskóla. Í næringu er lögð áhersla á hollt heimilisfæði þar sem markmiðið er að auka grænmetis og ávaxtaneyslu og að nota fitu, salt og sykur í hófi. Við samsetningu matseðla er tekið mið af markmiðum Lýðheilsustöðvar varðandi næringu barna.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort