Auglřsing um deiliskipulagstill÷gu Ý Skaftßrhreppi
07.10.2010

Auglýsing um deiliskipulagstillögu í Skaftárhreppi

 

Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögu.

 

Deiliskpulag ferðaþjónustusvæðisins Mýrar, Hrífunesi

Skipulagssvæðið er 31 ha með aðkomu um Hrífunesveg nr.209, frá Hringvegi. Svæðið er óbyggt en þar hefur verið rekið tjaldsvæði um átatugaskeið. Gert er ráð fyrir uppbyggingu hótels og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir byggingu veitingahúss, aðalhúss og 18-20 tjaldhýsa sem eru gistirými hótelsins. Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Skaftárhrepps 2002-2014 og einnig í samræmi við aðalskipulag Skaftárhrepps 2010-2022 sem er í lögbundnu skipulagsferli.

 

Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 15, Kirkjubæjarklaustri frá 6.október til og með 3.nóvember n.k. Einnig verður hægt að nálgast uppdrætti og greinagerð á heimasíðu Skaftárhrepps www.klaustur.is

 

Athugasemdafrestur er til kl 16:00, miðvikudaginn 17. nóvember 2010. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Skaftárhrepps, fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni.

 

 

f.h. Skaftárhrepps

 

Anton Kári Halldórsson

Yfirmaður tæknisviðs

Skaftárhrepps

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort