Starf sveitarstjˇra Skaftßrhrepps laust til umsˇknar
03.06.2010

 

Starf sveitarstjóra Skaftárhrepps er laust til umsóknar.

 

Skaftárhreppur er einn víðfeðmasti hreppur landsins og rómaður fyrir náttúrufegurð. Lakagígar, Langisjór og Eldgjá eru í Skaftárhreppi og teljast með helstu náttúruperlum á Íslandi. Hluti hreppsins er innan Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs í Evrópu. Íbúar eru 450, þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Kirkjubæjarklaustur, fallegur og fjölfarinn staður við hringveginn, í aðeins  250 km. fjarlægð frá Reykjavík og 200 km. frá Höfn í Hornafirði.  Öflug grunnþjónusta, s.s. skólar, íþróttamiðstöð og heilsugæsla, er í sveitarfélaginu.  Skaftárhreppur er framtíðarland tækifæranna.

 

Starfssvið sveitarstjóra:

        Daglegur rekstur sveitarfélagsins og framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjórn tekur

        Yfirumsjón með fjármálastjórn, bókhaldi og áætlanagerð

        Stefnumarkandi vinna í atvinnu- og íbúamálum

        Samskipti við stofnanir, fyrirtæki, samtök og íbúa

         Umsjón með vefsíðu sveitarfélagsins.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

        Dugnaður, áhugasemi og jákvæðni

        Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

        Reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar

        Góð bókhalds- og tölvukunnátta

        Áhugi á uppbyggingu og markaðsmálum

        Hæfni í mannlegum samskiptum og til að tjá sig í ræðu og riti

 

 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Ingason, sími 8680465.

Einnig: sveitarstjori@klaustur.is eða sími 8935940.

 

Umsóknarfrestur er til 25. júní næstkomandi og skulu umsóknir sendar á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 15, 880 Kirkjubæjarklaustur.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort