Ë listi ,,Skaftßrhrepp ß korti­ö.
20.05.2010

 Að Ó listanum stendur fólk sem vill vinna að hagsæld og uppbyggingu í Skaftárhreppi. Á listanum er nýtt fólk með mikinn eldmóð í huga sem vill vinna að lausnum á málefnum Skaftárhrepps. Tvö efstu sætin skipa nýir einstaklingar sem ætla sér góða hluti í þágu samfélagsins. Við bjóðum okkur fram í þetta verkefni því saman getum við unnið góð verk. Skaftárhreppur er sveitarfélag þar sem tækifæri eru til sóknar í komandi framtíð. Við héldum íbúafund við upphaf stofnunar listans, sem var auglýstur fyrir alla. Þar óskuðum við eftir fólki á listann og einnig eftir hugmyndum Skaftárhreppi til framdráttar. Þar sem hugur okkar er samstilltur þurfum við ekki að gera sáttmála um samstarf okkar og höfum þegar sett fram stefnumörkun. Það er gott fyrir þá sem starfa í sveitarstjórn að geta fylgt stefnu samstarfsaðila og að sú mótun sé með hagsmuni og farsæld í huga fyrir alla íbúana. Hér í Skaftárhreppi eru tækifæri til atvinnu- og mannauðsuppbyggingar og munum við standa vörð um þau mál. Málefni landbúnaðar eru okkur hjartans mál enda margir bændur á okkar lista. Það er því mjög eðlilegt að um réttindi bænda munum við standa vörð, sem og allra annarra íbúa Skaftárhrepps á kjörtímabilinu.

Kæru íbúar Skaftárhrepps: Við á Ó listanum ætlum að verða traustsins verð og vinna í þágu okkar allra. Heiðarleiki, gegnsæi og og skynsemi er okkar markmið á kjörtímabilinu.

 

 

Hér eru nokkur atriði úr stefnumörkun okkar.:

 

,,Skaftárhrepp á Kortið” Ó-listinn.

 

Kosningar til sveitarstjórnar í Skaftárhreppi eru nú haldnar í skugga náttúruhamfara og óvissu.

 

Ó listinn vill hafa gegnsæi, heiðarleika og skynsemi að leiðarljósi.

 

Standa ber vörð um velferð og hagsmuni bænda,  með jákvæðri þróun landbúnaðar heima í héraði. 

 

Stuðla að uppbyggingu atvinnulífs og fólksfjölgun.    

 

Hlúð verði frekar að mennta- og íþróttamálum.

 

Stuðla að uppbyggingu þjónustu við ferðamenn og afþreyingu.  

 

Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs verði  gerð í sátt við hagsmunaaðila.  Skoðaður verði eftir atvikum sá  möguleiki að stækkun þjóðgarðsins verði í áföngum.

 

Unnið verði að því að skapa aðstöðu þar sem sögu og minjum sveitarfélagsins verði ætlaður staður og hlutverk.   Samanber þekkingarseturverkefnið og fleira í þeim dúr. 

 

Hagræðing í rekstri sveitarfélagsins.  Tekið verði á þeim málum í byrjun kjörtímabils með það að leiðarljósi að grunnþjónusta verði ekki skert.

 

Vinna þarf að lausn lóðarmála í sveitarfélaginun,  þannig að lóðir verði til fyrir íbúðabyggð og opinberar byggingar.

 

Stuðlað verði að, með frekari atvinnuuppbyggingu í huga, að tafir verði ekki á fyrirhuguðum virkjunum í sveitarfélaginu, séu þær taldar hagkvæmar.

 

Skoðað verði  með hagkvæmni og hagsýni að leiðarljósi hvort möguleiki væri á sameiningu sveitarfélaga á Suður- og Suðausturlandi í komandi framtíð.

 

 

Frambjóðendur Ó – Listans.

1    Guðmundur Ingi Ingason, Skaftárvöllum 2,  lögregluvarðstjóri
2    Jóhanna Jónsdóttir, Hunkubökkum, bóndi/ferðaþjónusta
3    Jóhannes Gissurarson, Herjólfsstöðum, bóndi
4    Sverrir Gíslason, Kirkjubæjarklaustri II, bóndi
5    Guðmundur Vignir Steinsson, Nýjabæ, atvinnur./slökkvuliðsstjóri
6    Ragnheiður Hlín Símonardóttir, Kálfafelli 1b, bóndi/sjúkraliði
7    Jónína Jóhannesdóttir, Hvammi, bóndi
8    Björn Helgi Snorrason, Kálfafelli 1b, bóndi / húsasmíðameistari
9    Þóranna Harðardóttir, Ásgarði, bóndi/ landpóstur
10   Magnús Þorfinnsson, Hæðargarði, bóndi

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort