Framsřn. L- listi framsřnna Ýb˙a Skaftßrhrepps
20.05.2010

Stefnumál  L- lista fyrir kjörtímabilið 2010-2014  í Skaftárhreppi

 

L- listinn telur grundvallaratriði  að ná samstöðu íbúa Skaftárhrepps við vinnu að málefnum sveitarfélagsins. Með samvinnu og samstilltu átaki  hafa Skaftfellingar sýnt í verki að hægt er að ná ótrúlegum

árangri, jafnframt því sem það er grundvöllur að farsælu samfélagi.

 

Atvinnumál

L- listinn leggur megináherslu á  atvinnumál enda  er öflugt atvinnulíf  ein af forsendum þess að íbúaþróun verði jákvæð í Skaftárhreppi og að samfélagið eflist.

 

L- listinn vill efla og styðja við hefðbundinn landbúnað og ferðaþjónustu sem eru grunnatvinnuvegir sveitarfélagsins.  Til þess að  þær atvinnugreinar nái að blómstra í Skaftárhreppi  þarf að standa vörð um þau náttúrugæði og þann hreinleika sem svæðið býr yfir.

 

L- listinn vill stuðla að betri samtengingu þessara  rótgrónu atvinnugreina. Landbúnaður, sem framleiðslugrein á matvælum, er mikilvægur ferðaþjónustunni. Ferðaþjónustan er mikilvægur kaupandi á landbúnaðarvörum.

 

L-listinn styður virka þátttöku sveitarfélagsins í hagsmunafélaginuFriður og frumkraftar“ og vill með því stuðla að betri samtengingu landbúnaðar, ferðaþjónustu og annarra atvinnugreina sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vinna þarf  að því að tengja bændur og framleiðslu þeirra við tækifærin sem fólgin eru  í Vatnajökulsþjóðgarði og hugmyndum um jarðminjagarð (jarðfræði , saga, menning- Geopark verkefnið) .

L- listinn styður við hugmyndir um nýbreytni í landbúnaði og ferðaþjónustu  sem  leiða  af sér enn frekari fjölbreytni og nýsköpun í atvinnulífi ( td. verkefnið „Beint frá býli“ ) og þar af leiðandi fleiri störf í iðnaði, verslun og þjónustu.

L- listinn styður eindregið framkomna tillögu í aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010 – 2022  um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og leggur áherslu á  fjölgun atvinnutækifæra sem við það skapast í sveitarfélaginu.

L- listinn styður eindregið þá hugmynd að komið verði á fót öflugu Þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, í samstarfi margra aðila  til að skapa traustan grundvöll fyrir atvinnusköpun á sviði upplýsingamiðlunar, vísinda, fræða og lista sem tengjast náttúru, sögu og menningu Skaftárhrepps.

 

L-listinn leggur áherslu á að hugsanleg virkjun vatnsorku í Skaftárhreppi skuli nýtast  til fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu og verði þannig samfélaginu ávinningur til lengri tíma litið. Vatnsaflsvirkjanir skulu vera sjálfbærar og  í sátt við náttúru og samfélag.

L- listinn  leggur áherslu á að öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða þess  að Skaftárhreppur  verði gott  og sjálfbært samfélag þar sem lífsgæði íbúa og gesta sveitarfélagsins eru lykilorð.

 

Fjármál  og yfirstjórn

L- listinn vill efla ábyrga fjármálastjórn með aukinni hagkvæmni í rekstri.

Eitt af mikilvægustu verkefnum sveitarstjórnar næsta kjörtímabils verður að hafa trausta stjórn á fjármálum sveitarfélagsins. Tekjur hafa staðið í stað síðustu ár en rekstrarkostnaður aukist mikið og langtímalán vegna framkvæmda orðið mun þyngri en ráð var fyrir gert. Hagkvæmni og ábyrg fjármálastjórnun verði höfð að leiðarljósi í rekstri yfirstjórnar sveitarfélagsins, skrifstofu og allra stofnana. Markvisst verði leitað leiða  til tekjuaukningar fyrir sveitarfélagið með atvinnuuppbyggingu og sölu eigna, frekar en að skera niður þjónustu við íbúana, til að ná endum saman.

 

L-listinn vill að formenn nefnda og forstöðumenn stofnana hitti sveitarstjóra/oddvita reglulega , a.m.k. þrisvar sinnum á ári þar sem farið verði yfir stöðu og stefnu mála.

Öll störf á vegum sveitarfélagsins verði auglýst og gerðir verði skriflegir samningar með starfslýsingu. Haldnir verði íbúafundir á hverju ári.

 

Skipulagsmál

L-listinn styður eindregið stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og hún er lögð fram í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022.

Stórt þjóðgarðssvæði skapar sveitarfélaginu eftirsóknarverða sérstöðu og er lyftistöng fyrir atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu og annarri þjónustu, rannsóknum og fræðastarfi, auk þess sem þjóðgarðinum sjálfum fylgja framkvæmdir og ný störf. Jafnframt rúmar tillagan verðmætustu náttúrusvæðin, helstu landslagsheildir og náttúruperlur á hálendi Skaftárhrepps. Hefðbundinn nýtingarréttur bænda á þjóðgarðssvæðinu, innan þjóðlendumarka, verði  í engu skertur og um þau réttindi mun L-listinn standa vörð.

Þjóðgarðurinn mun eftir þessa stækkun annast og bera kostnað af umferðarstýringu, eftirliti og hreinlætismálum á öllum fjölförnustu ferðaleiðum á hálendi hreppsins. Með þessari stækkun mun Skaftárhreppur eignast öflugan bandamann í umsýslu viðkvæmra landssvæða og í uppbyggingu atvinnulífs, en eitt af markmiðum  með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins.

 

L- listinn leggur því áherslu á að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs er nærtækasta og bjartasta vonin í frekari þróun, uppbyggingu atvinnulífs og fjölgun íbúa í sveitarfélaginu.

 

L-listinn telur eðlilegt að virkjanakostir í Skaftárhreppi verði kannaðir og metnir samkvæmt þeim lögum og reglum sem um það gilda og leggur áherslu á að ákvarðanir um hugsanlegar framkvæmdir verði byggðar á ítarlegu umhverfismati, mati á áhrifum á atvinnu- og byggðaþróun til langs tíma, taki mið af niðurstöðum Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða og byggi á samstöðu íbúa sveitarfélagsins.

 

L- listinn  stefnir að þéttingu íbúðabyggðar á Kirkjubæjarklaustri, jafnframt því sem unnið verður að skipulagningu og uppbyggingu á aðstöðu fyrir aukna ferðaþjónustu, rannsókna- og þekkingarstarfsemi. Gera  þarf  ráð fyrir byggingarlóðum fyrir þá sem vilja setjast  að og stunda sína atvinnu. Fjölga þarf búsetuvalkostum fyrir þá sem starfa tímabundið í Skaftárhreppi, hvort sem er við vísindastarfsemi, byggingarframkvæmdir, ferðaþjónustu, eða hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu.

 

L- listinn vill að allar ákvarðanir sem varða skipulagsmál í þéttbýlinu verði í sátt við umhverfið og íbúana og  horft verði til framtíðar, þar sem gott aðgengi fyrir alla að stofnunum sveitarfélagsins er tryggt.

 

Skólamál

L-listinn vill standa vörð um starfsemi skólastofnana, leik, grunn og tónlistarskóla.

 

L-listinn vill skoða frekar samþættingu þessara skólastofnana.  Þótt nemendum hafi fækkað mjög á undanförnum árum, er litið svo á að það sé tímabundið ástand.

Á næstu árum mun fólk á ný leita út á landsbyggðina, því þar leynast tækifærin.

Því verði kappkostað að halda menntastofnunum sveitarfélagsins gangandi, innan þess þrönga fjárreiðuramma, sem þeim er ætlaður. Í samvinnu við væntanlegt Þekkingarsetur, mun takast að skapa hér enn áhugaverðara skólastarf en nú er.

 

L- listinn vill að lögð verði áhersla á umhverfismennt og heilsueflingu í  leik- og grunnskóla.

 

 

Æskulýðs og íþróttamál

Skaftárhreppur hefur upp á að bjóða eina  glæsilegustu íþróttamiðstöð landsins.

Gerð slíkra mannvirkja hefur tekið sinn toll í krónum og aurum. Það að byggja íþróttahús, sem nýtast myndi skólastarfi í hreppnum, hafði verið á döfinni allt frá árinu 1972, er byggingu Kirkjubæjarskóla var lokið. Ljóst er að nýta þarf þessi mannvirki mun betur. Sundlaugin er nú þegar vinsæl meðal íbúanna, og ekki síður meðal ferðamanna.

 

L- listinn leggur áherslu á frekari markaðssetningu Íþróttamiðstöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri á landsvísu, sem valkost fyrir íþróttafélög, hópa og vinnustaði, til dæmis í samvinnu við ferðaþjónustuna á svæðinu.  Íþróttamiðstöðina þarf  jafnframt að kynna sem afþreyingarkost fyrir íbúa sveitarfélagsins, efla þarf  íþrótta- og tómstundaframboð fyrir alla  aldurshópa.

 

L- listinn vill einnig kanna möguleika á  að gera íþróttahúsið að fjölnota húsi sem býður upp á möguleika fyrir stærri  fundi og ráðstefnuhald.

 

L- listinn vill styðja við starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar. Hún  hefur verið og er mikilvæg stofnun fyrir æskulýð og eldri borgara.  Hana ber að verja sem góðan kost fyrir félagsstarf þessara aldurshópa. Með fjölgun íbúa verður vegur hennar meiri og starfsemin eflist.


Menningarmál

L- listinn vill að áfram verði byggt á sögu og menningu íbúa Skaftárhrepps. Auka mætti kynningu á verkum þeirra  framsýnu bænda, sem á öldinni sem leið virkjuðu bæjarlækinn, og urðu þar með “betur upplýstir” en almennt gerðist á þeim tíma

Halda ber á lofti þeirra verkum. Einnig eru í Skaftárhreppi mikil menningarverðmæti, sem nauðsynlegt er að hlúa að, eftir því sem fjármunir leyfa. Lofsvert er framtak sjálfboðaliða, sem kenna sig við “Fótspor- félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi”,  um að viðhalda sögu vöruhússins við Skaftárós og Verslunarsögu Skaftfellinga.

Víða leynast einnig hlaðin útihús úr torfi og grjóti, sem vert er að varðveita. Í þau er saga kynslóðanna greypt. Þá er ótalið, að þekktum Skaftfellingum, t.d. Jóhannesi Kjarval, Erró, Sigurbirni Einarssyni og Guðjóni Samúelssyni verði gerð þau skil, sem sómi væri að.

 

L-  listinn leggur áherslu á að félagsheimilið Kirkjuhvoll  gegni áfram hlutverki menningarhúss í sveitarfélaginu og vill efla hlutverk þess  með auknu félagsstarfi og viðburðum fyrir alla aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð á tónlistarviðburði þar sem  hljómburður í  húsinu þykir mjög góður.

 

L-listinn vill efla starfsemi Héraðsbókasafnsins og fela því aukin verkefni í tengslum við uppbyggingu Þekkingarseturs.

 

Öldrunarmál.

Á Kirkjubæjarklaustri er glæsilegt  dvalar- og hjúkrunarheimili. Þar eru einnig leiguíbúðir fyrir aldraða. Það er flestum öldruðum Skaftfellingum mikið keppikefli, að geta notið ævikvöldsins í sinni heimabyggð. 

L-  listinn telur það eitt af forgangsverkefnum næstu sveitarstjórnar að endurskoða rekstur þessara  tveggja stofnana í samhengi, þannig að íbúar Klausturhóla 1-2 geti notið þeirrar þjónustu sem veitt er í dvalar- og hjúkrunarheimilinu. Heimilisaðstoð og heimahjúkrun bjóðist áfram þeim sem velja að búa lengur i eigin húsnæði.

 

L-  listinn vill að staðið verði  þétt saman um rekstur Klausturhóla og ekki undir neinum kringumstæðum má missa þá mikilvægu stofnun úr héraði.

 

Samgöngumál

L- listinn leggur áherslu á að unnið verði markvisst að hvers kyns samgöngubótum í samstarfi við stjórnvöld og stofnanir eins og við á.

 

L- listinn vill að í samráði við viðkomandi aðila  og stjórnvöld verði  mörkuð stefna um aðgengi almennings að Lakasvæðinu og öðrum hálendissvæðum þar sem boðið er upp á þjónustu. Einnig að  ákveðið verði  hversu greiðfærir mismunandi vegir á hálendinu eiga að vera og  hvar þurfi að takmarka  umferð um viðkvæm svæði.  Aukin ferðaþjónusta kallar á vegabætur innan sveitarinnar og kanna þarf möguleika á bættri aðstöðu fyrir flugumferð.  Kortleggja þarf gönguleiðir og stuðla að útgáfu gönguleiðakorta.  Reiðleiðir  verði færðar frá þjóðvegum, þar sem það er hægt,  til að auka öryggi hestamanna og bílaumferðar.

 

Umhverfismál

Skaftárhreppur hefur á margan hátt staðið mjög vel að umhverfis- og náttúruverndarmálum og  verið meðal forystusveitarfélaga við upptöku Staðardagskrár 21, sorpflokkun, nýtingu sorps til orkuframleiðslu,  beitarstýringu á afréttum, þátttöku í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, vinnu með nágrannasveitarfélögum í Green Globe 21 umhverfisvottunarverkefninu og Geopark verkefninu um  jarðfræðigarða og m.fl.

 

L- listinn vill halda áfram á sömu braut og efla  ímynd og sérstöðu sveitarfélagsins í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Slík sérstaða gefur Skaftárhreppi  mörg tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs og samfélags. Sveitarfélag sem hefur góða ímynd í umhverfismálum er betri kostur til búsetu og getur laðað að ungt fólk sem vill breyta um lífsstíl, í takt við nýja tíma, og  flytja í friðsælla og barnvænna umhverfi.

 

L- listinn vill bæta ásýnd Kirkjubæjarklausturs og stuðla  að snyrtilegu umhverfi í öllu sveitarfélaginu.

 

L- listinn styður samstarf Skaftárhrepps og umhverfisyfirvalda til aðgerða gegn gróður- og landeyðingu og til verndar lífríki á áhrifasvæði Skaftár, er leiði til skipulegra og markvissra aðgerða, sem taki tillit til ólíkra hagsmuna, og stuðli að skynsamlegum lausnum í sátt við umhverfið.  

 

L- listinn vill að í Skaftárhreppi verði sjálfbær þróun höfð að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku í málefnum sveitarfélagsins.  Hún varðar umhverfismál, efnahagsmál og félagsmál.

 

Framsýn. L– listi framsýnna íbúa Skaftárhrepps

Oddvitaefni listans er Jóna S. Sigurbjartsdóttir

 

              Nafn frambjóðanda                            Heimilisfang       Starfsheiti

 

1.       Þorsteinn  M. Kristinsson             Efri- Vík                     lögreglumaður                                  

2.       Jóna S. Sigurbjartsdóttir               Skriðuvöllum 11      hársnyrtimeistari                      

3.       Þórunn Júlíusdóttir                         Seglbúðum               leikskólastjóri             

4.       Rannveig  E. Bjarnadóttir             Skaftárvöllum 8       matráður                                          

5.       Bjarki V. Guðnason                        Maríubakka              bóndi                                              

6.       Ingibjörg  Eiríksdóttir                     Túngötu 2                 ferðamálafræðingur                    

7.       Gísli K. Kjartansson                         Geirlandi                   bóndi                                                    

8.       Kjartan Hj. Kjartansson                Klausturvegi 4         skólastjóri     

9.       Kári Kristjánsson                              Hæð                          starfsm Vatnaj.þjóðg.  

10.    Jón Helgason                                     Seglbúðum              fv.oddviti                                                         

 

 Ágæti íbúi/kjósandi settu X við L  á kjördag

 

 lista framsýnna íbúa í Skaftárhreppi

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort