Upphafi­ a­ samt÷kunum European Geoparks Network
30.03.2010

·         Hugmyndin á bakvið European Geoparks Network er að koma á tengslum milli svæða með áhugaverðum jarðminjum sem gætu þá unnið að því að miðla upplýsingum, þekkingu og reynslu sín á milli, með það fyrir augum að leysa sameiginleg vandamál og koma svæðunum á framfæri.

·         Frá upphafi hefur megin áherslan verið á skýra stefnu um sjálfbæra þróun  sem myndi stuðla að verndun jarðminja.

·         Evrópusambandið styrkti hugmyndirnar og í framhaldi varð til samstarf fjögurra garða sem stofnuðu European Geoparks Network árið 2000.

·         Fyrstu garðarnir eru Haute Provence í Frakklandi, Maestreazgo Terruel á Spáni, Lesevois eyjar á Grikklandi og Vulkaneifel í Þýskalandi.  

 

Markmið samtakanna

 

Markmið European Geoparks Network er að koma jarðminjum á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan garðanna með því meðal annars að þróa jarðferðamennsku (Geotourism).

 

European Geoparks Network er tengslanet svæða í Evrópu og býður það upp á:

 

·         Miðlun á þekkingu og reynslu meðal aðildarfélaga tengslanetsins

·         Gæðavottun fyrir svæði með merkilegar jarðminjar innan Evrópu

·         Náið samstarf við hvers konar starfsemi innan svæðisins með því að kanna og styðja við nýjar framleiðsluafurðir með að markmiði að kynna jarðminjar og efla ábyrga efnahagslega þróun.

 

Árið 2001 lýsti jarðvísindadeild UNESCO yfir stuðningi við European Geoparks Network og í framhaldinu, árið 2004, var stofnað alþjóðlegt tengslanet jarðgarða UNESCO Global Geoparks Network. Þannig að í dag verða þeir garðar sem fá inngöngu í European Geopark Network sjálfkrafa meðlimir í UNESCO Global Geopark Network.

 

Hvað er European Geopark?

 

·         Svæði sem inniheldur merkilegar eða einstakar jarðminjar. Innan garðsins er ákveðinn fjöldi jarðfræðistaða sem eru áhugaverðir vegna vísindarannsókna, fræðslugildis, fjölbreytileika, út frá fagurfræðilegu sjónarmiði eða vegna þess hversu sjaldgæfar jarðminjarnar eru. Auk þeirra eru staðir innan garðsins sem tengjast fornleifum, sagnfræði, menningu, vistfræði og lífríki. Geopark koma á virkum aðferðum til að kynna náttúrulega arfleifð svæðanna.

·         Verður að vera með skýra stefnu í sjálfbærri þróun og góða áætlun um hvernig skuli framfylgja þeirri stefnu. Geopark verður að vera vel afmarkaður og hafa nægilegt landsvæði fyrir efnahagslega þróun.

·         Hefur það hlutverk að bæta viðhorf og þekkingu fólks á jarðminjum, byggja upp jarðferðamennsku (geotourism) og styðja þannig við efnahagslega framþróun svæðis.

·         Hefur bein áhrif á svæðið með því að bæta aðstæður heimamanna. Markmiðið er að auðvelda heimamönnum að endurmeta gildi svæðisins og fá þá til að taka þátt í að endurvekja menningu þess. Til að ná sem bestum árangri er skilyrði að sveitarfélög séu þátttakendur í uppbyggingu Geopark.

·         Gerir tilraunir, þróar og endurmetur aðferðir sem stuðla að frekari verndun jarðminja.

·         Setur ekki kröfur um lög eða reglur varðandi verndun jarðminja innan svæðisins. Það er í höndum stjórnvalda og sveitarfélaga að taka ákvörðun um lagalega verndun.

 

Geopark er EKKI:

 

·         svæði sem inniheldur einungis framúrskarandi jarðminjar.

·         stakur, lítill staður sem er áhugaverður vegna jarðfræði.

·         afgirt svæði sem er einungis fyrir vísindamenn.

·         jarðfræðilegur þemagarður.

·         svæði þar sem þátttaka heimamanna er engin.

·         svæði með enga stefnumótun um sjálfbæra efnahagslega þróun.

·         formleg lagaleg útnefning og þess vegna fylgja því engar skuldbindingar eða hömlur.

 

Rekstrarfyrirkomulag samtakanna                              

 

European Geoparks Network starfar sem tengslanet fyrir svæðin og hefur reynst öflugur samstarfsvettvangur. Þetta eru lýðræðisleg samtök sem er stjórnað af fulltrúum frá öllum aðildarfélögunum. Tvær nefndir stýra samtökunum:

 

Samráðsnefnd (Co-ordination Committe) sem er ábyrg fyrir starfsemi og framkvæmdum tengslanetsins. Í nefndinni eru tveir fulltrúar frá hverjum jarðgarði tengslanetsins og er annar þeirra sérfræðingur í verndun jarðminja og hinn sérfræðingur í byggðaþróun (e. local development). Hinsvegar getur hvert land einungis haft í mesta lagi 10 fulltrúa (frá fimm görðum) á fundum Samráðsnefndar.

Samráðsnefndin fer yfir umsóknir um aðild að tengslanetinu og getur samþykkt þær eða hafnað þeim. Samráðsnefndin fundar reglulega tvisvar á ári til að ræða framvindu tengslanetsins. Jarðgarðarnir skiptast á að halda þessa fundi. Skyldumæting er á samráðsfundi og garðarnir skila inn stöðuskýrslu um starfsemi sína.

 

Ráðgjafanefnd (Advisory Committe) gefur ráðleggingar um þróun og útþenslu tengslanetsins. Ráðgjafanefndin samanstendur af sérfræðingum í sjálfbærri þróun og verndun jarðminja.

 

Störf tengslanetsins eru aðallega kostuð úr styrktarsjóðum Evrópusambandsins s.s. LEADER og INTERREG, auk framlaga frá aðildarfélögum, sem oft eru í formi útgáfu ritverka, framleiðslu afurða eða nýsköpunar tengdri starfsemi jarðfræðigarðanna. Enginn rekstrarkostnaður er innan samtakanna European Geoparks Network þar sem ekki er nein yfirbygging, svo sem forseti, skrifstofustjóri, gjaldkeri o.s.frv. Gerðar eru kröfur um að jarðgarðarnir taki virkan þátt í starfsemi samtakanna. Samtökin fara fram á árlegt framlag frá hverjum garði að upphæð 1000 evrur til að viðhalda sameiginlegri heimasíðu, kynningarefni o.s.frv.

 

Hugmynd að Geopark á Íslandi

 

Hugmyndin er að gera sveitarfélögin þrjú Skaftárhrepp, Mýrdalshrepp og Rangárþing eystra að fyrsta Geopark-inum á Íslandi.

Hugmyndin kviknaði á vettvangi átaksverkefnis Háskólafélags Suðurlands þar sem eitt af áhersluatriðum verkefnisins var eldvirkni svæðisins. Ákveðið var að fá jarðfræðing til að gera samantekt um jarðfræði svæðisins og var haft samband við Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræðing hjá Umhverfisstofnun. Lovísa kynnti fyrir stjórn verkefnis hugtakið European Geopark og var hún fengin til að vinna greinargerð og tillögur um stofnun Geopark á svæðinu. Í júní var greinargerðin tilbúin og í framhaldinu haldinn kynningarfundur fyrir sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárþings eystra þar sem hún var kynnt.

Í ágúst 2009 kom ráðgjafi frá European Geoparks Network, Patick Mc Keever, til landsins og var farið með hann í ferð um svæðið og hugmyndin kynnt. Honum leist vel á hugmyndina og áhugi er í samtökunum að stofnaður verði Geopark á Íslandi.

Í september var komið á fót undirbúningsnefnd þar sem sveitarfélögin þrjú tilnefndu hvert einn aðila úr sveitarstjórn og einn úr ferðaþjónustunni. Þá eru einnig fulltrúar frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, Háskólafélagi Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands í nefndinni.

 

Hvernig er starfsemi innan Geopark:

 

·         Byggt á þeirri starfsemi sem fyrir er en ekki gerð krafa um að allt sé byggt upp frá grunni. Til að mynda þurfa að vera upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar á nokkrum stöðum á svæðinu og gætu t.d. Upplýsingamiðstöð/Sögusetur á Hvolsvelli, Brydebúð í Vík og Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri þjónað sem slíkar stöðvar.

·         Mikilvægt að gera aðgengi gott fyrir alla að þeim stöðum sem á að sýna gestum. Að þessu hafa sveitarfélögin, stofnanir og einstaklingar verið að vinna á undanförnum árum og áfram mun þurfa að viðhalda og bæta við.

·         Mikið er lagt upp úr fræðsluskiltum, merkingum og ýmis konar upplýsingum til gesta, s.s. leiðsögn um svæði (þá helst af heimamönnum) og þjónustu- og gönguleiðakort.

·         Megin áherslan er ekki eingöngu á jarðfræði svæðisins heldur einnig á menningu og hefðir.

·         Áhersla er lögð á matvæli úr héraði, bæði í verslunum og á veitingastöðum.

·         Áhersla er einnig lögð á sölu handverks úr héraði.

 

Umsóknarferli

 

Umsóknarferlið tekur yfirleitt um 2-3 ár. Sækja þarf um í október/nóvember og þá fer í gang ferli hjá samtökunum þar sem farið er yfir umsóknina og þess gætt að allar upplýsingar hafi borist. Sumarið eftir kemur matsnefnd á svæðið til að fara yfir hvort svæðið sé orðið hæft til að verða meðlimur í samtökunum European Geoparks Network. Á árlegum fundi samtakanna í september (tæpu ári eftir að umsókn er lögð inn) kemur í ljós hvort svæði fær inngöngu eða ekki.

            Félagsaðild að European Geoparks Network gildir í fjögur ár en þá er hún endurskoðuð og metin af samráðsnefndinni og UNESCO. Þetta er gert til að viðhalda virkri starfsemi, tryggja innra skipulag (e. infrastructure) og að þjónustustigið sé ávallt í hæsta gæðaflokki. Ef svæðin standast ekki matið fá þau ýmist viðvörun (gult spjald) eða detta út úr samtökunum (rautt spjald).

 

Hvað græðum við á að ganga inn í samtökin?

·         Ferðaþjónustan á svæðinu hefur nú þegar byggt upp mikið af sínum innviðum og myndi stofnun Geopark geta verið eðlilegt næsta skref í uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Með Geopark kemur ákveðið skipulag fyrir svæðið þar sem unnið er að vistvænni og þematengdri ferðaþjónustu. Einnig skapast möguleikar fyrir sameiginlega markaðssetningu svæðisins innanlands sem og á alþjóðavísu en með inngöngu í European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network fær svæðið leyfi til að nota lógó samtakanna í alla sína markaðssetningu.

·         Í þessu felst ákveðin gæðavottun fyrir svæðið sem laðar að ferðamenn og útivistafólk, auk þess sem þetta yrði fyrsti jarðgarður Íslands sem myndi vekja mikla athygli.

·         Gert er ráð fyrir aukningu í fjölda ferðamanna sem stoppa og dvelja lengur á svæðinu til að kynna sér sérstöðu svæðisins, jarðfræði og menningu. Hér á eftir er dæmi um fjölda ferðamanna í Rangárvallasýslu júní 2008 - maí 2009 og áætluðum meðalútgjöldum þeirra á dag. Með því að skoða meðalútgjöldin má sjá mikilvægi þess að fjölga þeim sem gista á svæðinu. Gera má ráð fyrir að flestir erlendir ferðamenn sem fara í gegnum Rangárvallasýslu, í það minnsta yfir sumartímann, séu ýmist að koma úr Vestur-Skaftafellssýslu eða á leið þangað og því er hægt að nýta þessar nýlegu tölur til viðmiðunar fyrir áætlaðan Geopark.

o   Samkvæmt skýrslunni Ferðamenn í Rangárþingi eystra sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðþjónustunnar vann fyrir Rangárþing eystra fóru um 232 þúsund erlendir ferðamenn um Rangárvallasýslu frá júní 2008 til maí 2009. Skiptist þetta í 161 þúsund daggesti og 71 þúsund næturgesti sem gista 130-140 þúsund gistinætur. Þá eru þetta um 167 þúsund yfir sumarið og 65 þúsund yfir vetrarmánuðina. Við þetta bætast um 156 þúsund innlendir ferðamenn, sem skiptast í 43 þúsund næturgesti og 113 þúsund daggesti. Alls eru þetta því um 388 þúsund gestir.

o   Í skýrslunni eru meðalútgjöld erlendra ferðamanna á dag á landsvísu sumarið 2008 áætluð 12-14 þúsund krónur en líklegt er talið að þau séu hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þetta hefur ekki verið mælt sérstaklega í Rangárvallasýslu en ef áætlað er að útgjöldin séu 9-10 þúsund krónur á hvern næturgest eru það 1,2-1,4 milljarðar króna. Ef u.þ.b. 3 þúsund krónur eru áætlaðar á hvern daggest gerir það hálfan milljarð króna í viðbót. Alls um 1,7-1,9 milljarðar króna eða 500-550 þúsund krónur á hvern íbúa Rangárvallasýslu, sem eru nú um 3500.

·         Ferðamenn sækja frekar í ferðaþjónustu innan svæðisins vegna sérstöðu hennar og gæðavottunar. Einnig má búast við aukinni sölu á afurðum frá svæðinu s.s. handverki og matvælum.

·         Samfélag svæðisins nýtur góðs af starfsemi garðsins, sem stuðlar að nýsköpun og sjálfbærri þróun.

·         Yfir vetrartíma skapast tækifæri fyrir nemendaheimsóknir með áherslur á náttúrufræði fyrir íslenska og erlenda nemendur á mismunandi skólastigum.

·         Árlega, í byjun júní, er haldin jarðfræðivika (EGN week) í öllum jarðfræðigörðum Evrópu. Þá er starfsemi garðanna auglýst um alla Evrópu sem vekur athygli fjölmiðla og ferðaþjónustu.

·         Jarðgarðar Evrópu skiptast á að halda fundi tengslanetsins og er mikill ávinningur fyrir starfsemi garðanna að halda slíka fundi.

·         Með aðild að tengslanetinu verður auðveldara að sækja í erlenda styrktarsjóði og samstarfsverkefni vegna ýmissa verkefna tengdum ferðaþjónustu.

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort