Nafnasamkeppni ß Geopark
30.03.2010

Sveitarfélögin Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Rangárþing eystra ásamt fulltrúum ferðaþjónustuaðila á svæðinu, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Háskólafélags Suðurlands,  Markaðsstofu Suðurlands og Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands hafa að undanförnu unnið að því verkefni að gera svæðið að Geopark. Umrætt svæði nær yfir allt landsvæði þessara þriggja fyrrgreindra sveitarfélaga.

 

Stefnt er á inngöngu í evrópsku samtökin European Geoparks Network á komandi árum. Markmið samtakanna er að koma jarðminjum á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan garðanna með því meðal annars að þróa jarðferðamennsku (Geotourism).

 

Það að gera svæðið að Geopark felur í sér aukna möguleika á markaðssetningu svæðisins gagnvart innlendum sem erlendum ferðamönnum. Áhersla verður lögð á kynningu á einstakri náttúru, menningu, handverki og matvælum svæðisins.

 

Verkefninu vantar nú nafn sem hefur skýrskotun til svæðisins ásamt því að innihalda „Geopark project“ eða góða íslenska þýðingu á því hugtaki. Utan um þetta nafn verður svo hannað merki (lógó) sem verður notað í kynningarefni um svæðið.

 

Verðlaun (25.000 kr) verða veitt fyrir bestu tillöguna og ef fleiri en einn koma með sömu tillögu verður dregið um verðlaunin. Tillögu að nafni skal skrifa utan á umslag og nafn, heimilisfang og símanúmer sendanda skal skrifa á blað og setja inn í umslagið. Þetta umslag skal svo sett í annað umslag sem merkja skal „Nafnasamkeppni Geopark“. Skila má inn tillögum að nafni á skrifstofur sveitarfélaganna til og með 12. apríl n.k eða senda í pósti til verkefnisstjóra á eftirfarandi heimilisfang:

 

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir

Stóru-Mörk 1

861 Hvolsvöllur

 

Undirbúningshópur um Geopark

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort