FrŠ­slufundur um rŠktun orkujurta til olÝuframlei­slu
12.03.2010

Föstudaginn 19. mars kl. 14:00 heldur áhugahópur um ræktun orkujurta (repju) til olíuframleiðslu fræðslu og upplýsingafund í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Á fundinum verða kynntir möguleikar Íslendinga til að framleiða vistvænt eldsneyti í stórum stíl t.d. á fiskiskipaflotann, flutningatæki landsmanna og til almennra nota.

Gerð verður grein fyrir stöðu málsins og þeirrar tilraunastarfsemi sem farið hefur fram verður fram haldið næstu tvö árin.

Rætt verður um möguleika bænda til að taka þátt í verkefninu og auka við framleiðslu og tekjur á sínum búum.

Fundurinn er haldin í samvinnu við atvinnumálanefnd Skaftárhrepps.

Dagskrá:

  1. Fundur settu; Jón Hjartarson, gerir grein fyrir efni fundarins
  2. Ávarp; Elín Heiða Valsdóttir, formaður atvinnumálanefndar Skaftárhrepps
  3. Jón Bernódusson, staðgengill forstöðumanns rannókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar Íslands; Umhverfisvænir orkugjafar - framleiðsla á lífdísil úr repju o.fl. sem málið varðar.
  4. Ólafur Eggertsson bóndi; Orkujurtir. Ræktun og vinnsla á repju til framleiðslu á vistvænum orkugjafa. Staða verkefnisins - Hvað næst?
  5. Almennar umræður og fyrirspurnir
  6. Ólafía Jakobsdóttir; samantekt, niðurstöður og fundarslit

Fundarstjóri: Jón Hjartarson
Fundi lýkur ekki síðar en kl. 17:00

Atvinnumálanefnd Skaftárhrepps og áhugahópur um ræktun repju til eldsneytisframleiðslu

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort