Samstarfssamningur heilbrig­isstofnana ß Su­ur-og Su­austurlandi
11.03.2010

Fréttatilkynning,

11. mars 2010

 

Samstarfssamningur heilbrigðisstofnana á Suður-og Suðausturlandi

 

Í gær 10. mars var undirritaður á Höfn í Hornafirði þjónustusamningur milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands (HSSA) sem felur í sér samstarf um læknisþjónustu, símsvörun og fleiri þætti. Samkvæmt samningnum mun barnalæknir frá HSu starfa á HSSA tvo daga í mánuði. Ennfremur verður HSSA aðili að samningi um símaþjónustu á nóttunni. Frá kl.24:00 til 08:00 verður sameiginleg símsvörun, þar sem hjúkrunarfræðingar vísa símanum áfram til vakthafandi læknis ef þörf er á læknisaðstoð. Allar blóðrannsóknir, sem ekki eru gerðar á Höfn, en hægt er að gera á Rannsóknadeild HSu á Selfossi verða sendar þangað.

 

Þjónustusamningur kemur því til með að bæta þjónustu á HSSA, en gerir HSu jafnframt kleift að festa barnalækni í fullu starfi og styrkja og auka starfsemi rannsóknardeildar stofnunarinnar.

 

Þá verður tekið upp samstarf um fræðslumál og munu starfsmenn HSSA meðal annars hafa aðgang að fræðslufundum HSu og geta fylgst með auglýsingum um þá í gegnum innranet HSu.

Í samningnum er ennfremur kveðið á um, að við bráðaflutning sjúklinga á svæðinu milli Hafnar og Kirkjubæjarklausturs verði boðaður sá sjúkrabíll, sem næstur er hverju sinni, í fullu samráði við Neyðarlínuna. 

 

Í tengslum við undirritun samningsins var og umsjónarmaður sjúkraflutninga HSu með fræðslu fyrir starfsfólk HSSA um sjúkraflutninga, bráðatilvik og um viðbragðsáætlun vegna stærri óhappa eða þegar sérstök vá steðjar að.

 

Aðdragandi að framangreindu samstarfi hófst í kjölfar gildistöku nýrra laga um heilbrigðisþjónustu 1. september 2007.  Skv. lögunum var landinu skipt í heilbrigðisumdæmi og skipuð samráðsnefnd heilbrigðisstofnana i hverju umdæmi.  Heilbrigðisumdæmi Suðurlands nær yfir þjónustusvæði heilbrigðisstofnana Suðurlands, Suðausturlands og Vestmannaeyja.  Samningur HSu og HSSA, sem undirritaður var í dag, er fyrsti formlegi samningur heilbrigðisstofnana í umdæminu um aukið samstarf.

 

 

Nánari upplýsingar:

Magnús Skúlason, forstjóri HSu s: 480-5100

Guðrún Júlía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri HSSA, s:478 1400

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort