Stykir frß Fer­amßlastofu
02.03.2010

Við íbúar Skaftárhrepps höfum ástæðu til að fagna, því að styrkúthlutanir Ferðamálastofu til úrbóta á ferðamannastöðum hingað á svæðið hljóða upp á samtals 1.000.000 kr., auk 2.000.000 í Geopark-verkefnið, sem unnið er í samstarfi við Rangárþing eystra og Mýrdalshrepp.

Alls bárust Ferðamálastofu 260 umsóknir, sem er um 18% fjölgun frá 2009 sem þá var metár. Heildarupphæð sem sótt var um var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir króna, eða aðeins 9.4% af heildarumsóknum.  Megum við því vel við una, en hingað skilaði sér drjúgur hluti þess sem sótt var um.  Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum og hjálpsamar hendur verða örugglega vel þegnar í vor og sumar.

Þess má geta að á vegum ríkisins stendur til að koma á fót ferðamálasjóði, sem í renni gjöld sem lögð verða á ferðamenn  og eiga að standa undir uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða á Íslandi, auk annarra brýnna verkefna í þágu ferðaþjónustu.  Verði hann að veruleika má gera sér vonir um öflugri stuðning við ferðaþjónustuna á komandi árum.  Verkefnin eru næg og mikilvægt að hlúa vel að í tíma!

Verkefnin sem styrkir fengust til hér á svæðinu eru þessi:

Ferðamálafélag Skaftárhrepps:  Kr. 350.000 vegna upplýsingaskilta um jökulföllin og ferðir yfir þau fyrr á tímum, á þremur áningarstöðum.

Ferðamálafélag Skaftárhrepps:  Kr. 150.000 vegna viðhalds ferðamannastaða og gönguleiða umhverfis Kirkjubæjarklaustur.

Kirkjubæjarstofa:  Kr. 250.000 vegna gönguleiðakorts af nágrenni Kirkjubæjarklausturs.

Fótspor - félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi:  Kr. 250.000 vegna upplýsingaskiltis með sögum úr Kötlugosum, auk lagfæringar áningarstaðar (borð, bekkir, afmörkun) á Karkhálsi í Álftaveri.

Sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur:  Kr. 2.000.000 í  heildarskipulag og stefnumörkun svæðisins m.t.t. sjálfbærrar ferðaþjónustu  vegna „Geopark“ á Mið-Suðurlandi

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort