Ćviágrip flytjenda á Kammertónleikum 2008
03.07.2008Ágúst Ólafsson stundađi nám viđ Tónlistarskóla Hafnarfjarđar hjá Eiđi Á. Gunnarssyni og síđan viđ Sibelíusar Akademíuna hjá Jorma Hynninen og Sauli Tiilikainen. Ágúst hefur sótt fjölda námskeiđa hjá frćgum listamönnum á sviđi ljóđasöngs m.a. Dietrich Fischer- Dieskau. Ágúst tók ţátt í tvennum meistarakúrsum Elísabetar Schwarzkopf, sem voru sendir út í sjónvarpi í Ţýskalandi, og sótti um tíma reglulega einkatíma hjá henni. Áriđ 2004 hlaut Ágúst ásamt Izumi Kawakatsu (pianó) önnur verđlaun í Ljóđasöngskeppni Hugo Wolf Akademíunnar.

Á međan á námi hans stóđ söng Ágúst eftirfarandi hlutverk Don Giovanni (Mozart), Greifann (Brúđkaup Fígarós/Mozart), Posa (Don Carlos/Verdi) og Atla (Fjórđi söngur Guđrúnar/Haukur Tómasson). Ágúst hefur sungiđ á ljóđasöngstónleikum víđa m.a. í Philharmonie salnum (Berlín), Wigmore Hall (London) og í tónleikaröđinni Oktoberlied í Vantaa og Hugo Wolf Akademíu tónleikaröđinni í Stuttgart. Haustiđ 2004 debúterađi Ágúst í Íslensku Óperunni í titilhlutverkinu í Sweeney Todd, en hann er nú fastráđinn einsöngvari viđ ţá stofnun.  Nýlega söng hann ţar hlutverk Nick Shadow í Flagaranum í Framsókn og Harlekin í Ariadne auf Naxos.Ástríđur Alda Sigurđardóttir er fćdd í Reykjavík áriđ 1980. Hún hóf nám í píanóleik 6 ára gömul hjá móđur sinni, Guđrúnu Guđmundsdóttur. Voriđ 1999 lauk hún einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiđslu Önnu Ţorgrímsdóttur. Á árunum 2000 til 2003 stundađi hún nám hjá Reiko Neriki viđ Indiana University – Jacobs School of Music í Bloomington ţar sem hún lauk Artist Diploma. Ástríđur hefur sótt fjölmörg námskeiđ og einkatíma í píanóleik og kammertónlist hjá listamönnum á borđ viđ Geörgy Sebök, Ludwig Hoffmann, Janos Starker, Jürgen Schröder og Olaf Dressler. Til námsins hefur hún tvívegis fengiđ styrk úr minningarsjóđi Birgis Einarssonar.

Ástríđur hefur komiđ víđa fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eđa međ öđrum tónlistarmönnum. Hún hefur leikiđ einleik međ Jugendsinfonieorchester í Elbe-Weser, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Ţá hefur hún komiđ fram á Listahátíđ í Reykjavík, TÍBRÁ, Kristalnum; kammertónleikaröđ Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ljósanótt í Reykjanesbć, Berjadögum á Ólafsfirđi og Björtum dögum í Hafnarfirđi.Eyjólfur Eyjólfsson lauk burtfararprófi í flautuleik og söng frá Tónlistarskóla Hafnarfjarđar voriđ 2002. Hann lauk meistaragráđu (MMus) og Postgraduate Diploma frá Guilhdall School of Music and Drama í London eftir ţriggja ára framhaldsnám. Eyjólfur hefur sungiđ međ nafntoguđum hljómsveitum og píanóleikurum hér heima og erlendis, t.d. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Konunglegu sinfóníuhljómsveitinni í Sevilla ţar sem hann söng tenórhlutverkiđ í óratoríunni Messías eftir Händel í Maestranza óperuhúsinu. Ţá flutti hann ljóđaflokkinn Malarastúlkuna fögru eftir Schubert á tónlistarhátínni Islande-Provence í Esparron de Verdon ásamt píanóleikaranum Dalton Baldwin og ljóđatónleika í Tónleikasal Gnessin Tónlistarakademíunnar í Moskvu ţar sem Eugene Asti var međleikari hans.

Fyrsta sviđsreynsla Eyjólfs var sem hundurinn Spakur í söngleiknum Kolrassa eftir dr. Ţórunni Guđmundsdóttur og fáeinum árum síđar ţreytti hann frumraun sína á fjölum Íslensku óperunnar sem Skáldiđ í Skuggaleik Karólínu Eiríksdóttur og Sjóns. Á óperusviđum erlendis hefur hann sungiđ Sjómanninn í Dídó og Eneas hjá Opera North í Leeds, Liberto í Krýningu Poppeu hjá English National Opera í Lundúnum og Don Ottavio í Don Diovanni hjá English Touring Opera.Sigrún Eđvaldsdóttir hóf fiđlunám 5 ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur í Barnamúsíkskólanum í Reykjavík. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 1984 hjá Guđnýju Guđmundsdóttur og bachelor-gráđu frá Curtis-tónlistarháskólanum í Fíladelfíu áriđ 1988 ţar sem hún lćrđi hjá Jaime Laredo og Jascha Brodsky. Samhliđa námi ţessu sótti hún einkatíma hjá hjónunum Almitu og Roland Vamos. Sigrún hefur tekiđ ţátt í fjölda alţjóđlegra fiđlukeppna og m.a. unniđ 2. verđlaun í Leopold Mozart-keppninni áriđ 1987, bronsverđlaun í Síbelíusar-keppninni áriđ 1990 og 2. verđlaun í Carl Flesch-keppninni áriđ 1992. Ţađ sama ár hlaut hún bjartsýnisverđlaun Brřste. Hún var 1. fiđluleikari í Miami-strengjakvartettinum á árunum 1988-1990. Hún hefur komiđ víđa fram sem einleikari og í kammertónlist, m.a. á Marlboro tónlistarhátíđinni í Vermont í Bandaríkjunum, L’emperi tónlistarhátíđinni í Aix-en-Provence og Sangat tónlistarhátíđinni í Bombay á Indlandi. Hún hefur komiđ fram sem einleikari á tónleikum í Weill Recital Hall í New York og Wigmore Hall í London.

Áriđ 2005 flutti hún allar sónötur Beethovens fyrir fiđlu og píanó á Listahátíđ í Reykjavík. Sigrún hefur yndi af ađ leika nýja tónlist og hafa nokkur tónskáld samiđ sérstaklega fyrir hana verk og tileinkađ henni. Hennar er getiđ sem eins af áhugaverđustu fiđluleikurum framtíđarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century sem kom út áriđ 1997 og einnig í tónlistartímaritinu Le Monde de la Musique áriđ 1998. Ţađ ár var Sigrún sćmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorđu fyrir störf sín á sviđi tónlistar. Hún hefur leikiđ inn á hljómdiska fyrir ÍTM, Steinar og Chandos. Sigrún hefur gegnt stöđu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 og hefur margoft komiđ fram sem einleikari međ hljómsveitinni, síđast í fiđlukonserti Áskels Mássonar voriđ 2006.


Trio Nordica var stofnađ áriđ 1993 af Auđi Hafsteinsdóttur fiđluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Kontra píanóleikara. Tríóiđ hefur komiđ fram á Íslandi, Svíţjóđ, Danmörku, Frakklandi, Ítalíu, Ţýskalandi, Bandaríkjunum og Kanada viđ ýmis tćkifćri, svo sem á tónleikaferđum og menningarviđburđum. Tríóiđ hefur margsinnis komiđ fram í útvarpi og sjónvarpi. Allir međlimir tríósins hafa unniđ til margvíslegra verđlauna fyrir list sína, gert upptökur fyrir ýmis útgáfufyrirtćki, svo sem Japis, King Records, Bis og Naxos. Allar koma ţćr reglulega fram sem ţátttakendur á kammertónleikum og sem einleikarar í heimalöndum sínum og erlendis.

Áriđ 1994 hlaut tríóiđ Menningarverđlaun VISA. Efnisskrá Trio Nordica spannar vítt sviđ. Auk ţess ađ leika helstu verk fyrir píanótríó, leggja ţćr áherslu á fluting tónverka sem samin eru af konum, norrćn verk og nútímaverk, sem sum hver hafa veriđ samin sérstaklega fyrir tríóiđ.

Auđur Hafsteinsdóttir, fiđluleikari, er fćdd á Íslandi. Hún stundađi nám viđ New England Conservatory í Boston hjá Dorothy Delay. Síđar hlaut hún meistaragráđu undir handleiđslu Almitu og Roland Vamos. Hún hefur margsinnis komiđ fram sem einleikari og ţátttakandi á kammertónleikum í Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Kína. Auđur hefur hlotiđ margar viđurkenningar fyrir leik sinn í kammertónlist og sem einleikari. Auđur hefur oft leikiđ inn á geisladiska en auk ţess kemur hún reglulega fram í útvarpi og sjónvarpi.

Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, er fćdd á Íslandi. Hún stundađi nám viđ New England Conservatory í Boston og hlaut meistaragráđu sína ţar. Hún hefur oft komiđ fram sem einleikari og ţátttakandi á kammertónleikum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Bryndís hefur hlotiđ fjölda viđurkenninga og verđlauna fyrir leik sinn, bćđi sem einleikari og kammerspilari. Hún hefur leikiđ inn á fjölda geisladiska auk ţess hefur hún tekiđ upp fyrir sjónvarp og útvarp.

Mona Kontra, píanóleikari, er fćdd í Svíţjóđ. Hún kom fyrst fram sem einleikari á tónleikum međ Sinfóníuhljómsveitinni í Norrköping, ţegar hún var tólf ára gömul. Síđan ţá hefur hún reglulega komiđ fram á tónleikum sem einleikari og kammerspilari víđs vegar í Evrópu. Áriđ 1987 brautskráđist hún frá Sibeliusarakademiunni í Helsinki, međ hćstu einkunn. Mona er sem stendur međlimur í Nordic Chamber Ensemble. Hún hefur komiđ fram á ýmsum geisladiskum en auk ţess veriđ einleikari međ mörgum helstu hljómsveitum Svíţjóđar.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftárhreppur til framtíđar
Sorphirđa og flokkun
Persónuverndarfulltrúi og persónuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus störf í Skaftárhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
Götukort