Ćviágrip flytjenda á Kammertóneikum 2007
09.08.2007
| Menningarmálanefnd

GUĐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR

mezzósópran og listrćnn stjórnandi

 

Guđrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran stundađi söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá prófessor Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en ţađan lauk hún meistaragráđu í söng 2001, og óperudeild skólans 2003. Hún hefur einnig sótt einkatíma hjá Aliciu Nafé í Madríd.

 

Guđrún hefur unniđ til ýmissa verđlauna fyrir söng sinn, ţar á međal The Miriam Licette Scholarship í Konunglega óperuhúsinu Covent Garden, The Schubert Lieder Prize í Guildhall, Madeline Finden Memorial Trust Award í Royal Academy of Music, The Kathleen Ferrier Song Prize í Wigmore Hall í London, ţriđju verđlaun í Concorso Vocale Internazionale di Musica Sacra í Róm, verđlaun sem Besti flytjandi tónlistar eftir Joaquín Rodrigo í Joaquín Rodrigo keppninni í Madríd og ljóđasöngsverđlaunin í hinni Alţjóđlegu söngkeppni Zamoraborgar á Spáni. Hún hefur einnig notiđ fjölmargra styrkja og Starfslauna listamanna.

 

Guđrún hefur sungiđ titilhlutverkiđ í óperunni Stígvélađa kettinum í uppsetningu Teatro Real í Madríd. Í Bretlandi hefur hún sungiđ Dorabellu í Cosí fan tutte eftir Mozart og Rosinu í Il Barbiere di Siviglia eftir Rossini hjá Opera ŕ la Carte, Arbace í Artaxerxes eftir Arne hjá The Classical Opera Company og Lazuli í L'étoile eftir Chabrier, Joacim í Susanna eftir Händel og Magdelone í Maskarade eftir Nielsen í Guildhall. Á Íslandi hefur hún sungiđ Prins Orlofsky í Leđurblökunni eftir Johann Strauss í Íslensku óperunni og Sesto í La Clemenza di Tito eftir Mozart og titilhlutverkiđ í Carmen eftir Bizet međ Sinfóníuhljómsveit Íslands.

 

Guđrún hefur sérstakt yndi af ljóđasöng og kemur reglulega fram á tónleikum međ gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui og píanóleikurunum Víkingi Heiđari Ólafssyni og Juan Antonio Álvarez Parejo. Hún hefur frumflutt ýmis verk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa veriđ samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur komiđ fram á tónleikum á Íslandi, Bretlandi, Ítalíu, Finnlandi, Svíţjóđ, Fćreyjum, Möltu, Lúxemborg, Belgíu, Búlgaríu, Hollandi og Spáni. Hún hefur sungiđ međ Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bachsveitinni í Skálholti, Kammersveitinni Ísafold, Nordic Affect, Sonor Ensemble, Schola Camerata, la Orquesta Sinfónica La Mancha, La Orquesta de la Comunidad de Madrid og Philharmonia Orchestra í Royal Festival Hall í Lundúnum.

 

Fyrsti einsöngsdiskur Guđrúnar kom út í október 2006 hjá 12 tónum, en ţar flytur hún sönglög og lagaflokka eftir Grieg og Schumann međ Víkingi Heiđari Ólafssyni píanóleikara. Á međal annarra hljóđritana Guđrúnar má nefna óratoríuna Barn er oss fćtt eftir John Speight međ Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Harđar Áskelssonar og sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns međ Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara hjá útgáfufyrirtćkinu Smekkleysu. Vćntanlegir eru geisladiskar međ söng Guđrúnar á Vókalísu eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Iero Oniro eftir Sir John Tavener og Apocryphu eftir Huga Guđmundsson. Guđrún hefur einnig gert hljóđritanir fyrir Ríkisútvarpiđ, Ríkissjónvarpiđ, BBC Radio 3, Spćnska Ríkisútvarpiđ og Spćnska Ríkissjónvarpiđ.

 

Framundan hjá Guđrúnu eru tónleikar í Reykjavík, Valencia, Alicante, Kóreu, Kína, Brussel og London. Í október mun hún syngja hlutverk Tónskáldsins í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss hjá Íslensku óperunni undir stjórn Petri Sakari.

 

www.gudrunolafsdottir.com

 

 

HUGI GUĐMUNDSSON, tónskáld

 

Hugi Guđmundsson (1977) hóf 12 ára gamall nám í gítarleik hjá Pétri Jónassyni. Áriđ 1996 byrjađi hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík, fyrst ađeins í aukafögum en tveimur árum síđar í tónfrćđadeild skólans. Tónsmíđakennarar hans ţar voru Ţorkell Sigurbjörnsson og Dr. Úlfar Ingi Haraldsson en jafnframt stundađi hann gítarnám hjá Páli Eyjólfssyni. Eftir lokapróf frá tónfrćđadeildinni voriđ 2001 hélt Hugi til Kaupmannahafnar til áframhaldandi tónsmíđanáms viđ Konunglegu Tónlistarakademíuna. Tónsmíđakennarar hans ţar voru Bent Sřrensen, Hans Abrahamsen og Niels Rosing-Schow. Hann lauk MMus gráđu ţađan voriđ 2005. Núna er hann í mastersnámi í raf- og tölvutónlist viđ Sonology stofnunina í Den Haag í Hollandi.

Verk Huga spanna allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka og eru verk hans leikin reglulega bćđi hér heima og erlendis. Hann hefur starfađ međ mörgum af helstu tónlistarmönnum og -hópum landsins, s.s. Herđi Áskelssyni, Caput, KaSa-hópnum, Árna Heimi Ingólfssyni, Hamrahlíđarkórnum o.fl. Af erlendum listamönnum sem hann hefur starfađ međ má nefna píanistann Rolf Hind og Raschér saxafónkvartettinn. Verkiđ Adoro te devote sem hann skrifađi fyrir Mótettukórinn og Raschér saxafónkvartettinn var tilnefnt til Íslensku tónlistarverđlaunanna 2005.

 

www.hugigudmundsson.com

 

KRISTJÁN ŢÓRĐUR HRAFNSSON, skáld

 

Kristján Ţórđur Hrafnsson stundađi nám í bókmenntum viđ The New School for Social Research í New York og lauk B.A.-prófi í almennri bókmenntafrćđi frá Háskóla Íslands 1992. Hann lauk meistaraprófi í bókmenntum frá Sorbonneháskóla í París 1995. Kristján Ţórđur hefur sent frá sér skáldsögurnar Hugsanir annarra og Hinir sterku og ljóđabćkurnar Í öđrum skilningi, Húsin og göturnar og Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonnettur. Leikrit hans Leitum ađ ungri stúlku hlaut 1. verđlaun í hádegisleikritasamkeppni Leikfélags Íslands í Iđnó áriđ 1998. Ţjóđleikhúsiđ sýndi leikrit hans Já, hamingjan og Böndin á milli okkar. Hann hefur einnig skrifađ leikrit fyrir Útvarpsleikhúsiđ og Listahátíđ í Reykjavík. Kristján Ţórđur hefur ţýtt leikrit fyrir ýmis leikhús og leikhópa, međal annars eftir David Hare, Yasminu Reza, Terrence McNally, Mike Leigh, Bernard-Marie Koltčs, Francis Veber og Eric-Emmanuel Schmitt.

 

ROBERT BRIGHTMORE, gítar

 

Robert Brightmore er talinn einn af helstu gítarleikurum samtímans. Hann hefur hlotiđ einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda á alţjóđlegum vettvangi. Hann hefur fariđ í tónleikaferđir um alla Evrópu, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu og Austurlönd fjćr. Hann hefur haldiđ tónleika reglulega í ađaltónleikasölum Lundúna og komiđ fram međ hljómsveitum eins og the Philharmonia Orchestra og Bournemouth Sinfonietta.

 

Robert debúterađi í Wigmore Hall tónleikasalnum áriđ 1975. Hann fór í sína fyrstu alţjóđlegu tónleikaferđ áriđ 1979 og hefur síđan komiđ fram á tónleikum og hljóđritađ í fjölmörgum löndum, ţar á međal á vegum BBC sjónvarpsins og BBC útvarpsins.

 

Robert sameinar tónleikahald kennslu viđ Guildhall School of Music and Drama í London. Hann hefur frumflutt verk eftir mörg af helstu tónskáldum samtímans, svo sem

Leo Brouwer, Smith Brindle, Stepán Rak, Oliver Hunt, Jaime Zenamon og Carlo Domeniconi. Hann umskrifar einnig sjálfur fyrir gítar verk annarra tónskálda sem samin voru fyrir önnur hljóđfćri og leggur ţannig sitt af mörkum til ađ bćta viđ bókmenntir klassíska gítarsins. Robert frumflutti nýveriđ tvö verk eftir Zenamon. Hiđ fyrra, “Iguaçu” var gítarkonsert sem ber brasilískum uppruna Zenamons sterkt vitni og tileinkađi tónskáldiđ Robert verkiđ. Hiđ síđara, “Demian”, er svíta sem innblásin er af samnefndri bók Hermans Hesse. Robert flutti verkiđ í Areneo tónleikasalnum í Madríd og var flutningnum hljóđvarpađ af Ríkisútvarpi Spánar.

 

Robert Brightmore hefur leikiđ inn á nokkra geisladiska síđan fyrsta LP platan hans kom út hjá Vista Records. Hún fékk einstaklega góđar viđtökur og skrifađi gagnrýnandi Classical Music tímaritsins: “Brightmore leikur á einstaklega fágađan hátt. Hann túlkar alla tónlistina sem hann flytur á sérstaklega persónulegan, beinan og skýran hátt”. Soundboard tímaritiđ í Bandaríkjunum skrifađi eftirfarandi um plötuna hans sem ber heitiđ Recital og kom út hjá Chorus Records: “...platan er full af fallegum verkum sem spiluđ eru af stórkostlegu tćknilegu öryggi og mikilli tilfinningu”. Classical Guitar tímaritiđ skrifađi um tónleika Roberts í Wigmore Hall í april 1990: “ótrúlegt andrúmsloft...Verkiđ, sem var undir sterkum tyrkneskum áhrifum, spilađi hann af svo mikilli natni í öllum smáatriđum, svo seiđandi, ađ hröđustu kaflarnir náđu hćđum sem höfđu dáleiđandi áhrif á áhorfendur.”

 

 

VÍKINGUR HEIĐAR ÓLAFSSON, píanó

 

Víkingur Heiđar Ólafsson (f. 1984) hefur um nokkurt skeiđ veriđ í hópi virkustu tónlistarmanna Íslands. Hann hefur komiđ fram reglulega sem einleikari međ Sinfóníuhljómsveit Íslands síđan hann ţreytti frumraun sína sextán ára gamall í Píanókonsert nr. 1 eftir Tchaikovsky.  Hann hefur einnig leikiđ einleik međ CAPUT-hópnum, Blásarasveit Reykjavíkur og Ungfóníu, auk ţess sem hann stjórnađi Kammersveit Reykjavíkur frá flyglinum í Píanókonsert k. 503 eftir Mozart á Listahátíđ í Reykjavík 2006.

 

Veturinn 2006-7 flutti Víkingur píanókonsert nr 3 eftir Beethoven međ Sinfóníuhljómsveit Íslands auk ţess ađ frumflytja Píanókonsert nr 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson á Norrćnum Músíkdögum. Hann flutti einnig íslensk sönglög ásamt Guđrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur í Madríd, frumflutti á Íslandi Horntríó Ligetis ásamt Sigrúnu Eđvaldsdóttur og Stefáni Jóni Bernharđssyni auk ţess sem hann lauk nýveriđ tónleikaferđ um Kanada međ kanadíska sellistanum Karenu Ouzounian. Víkingur var valinn flytjandi ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar á Íslensku Tónlistarverđlaununum í febrúar sl. Áđur hefur hann unniđ verđlaunin í flokkinum Bjartasta vonin áriđ 2004.  Hann hefur notiđ fjárhagslegs stuđnings frá Minningarsjóđi Birgis Einarssonar apótekara undanfarin ár.

 

Víkingur hóf píanónám hjá móđur sinni, Svönu Víkingsdóttur. Hann stundađi síđar nám hjá Erlu Stefánsdóttur og Peter Maté og lauk einleikarapófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík áriđ 2001. Hann lauk Bachelorprófi frá Juilliard Tónlistarháskólanum í New York voriđ 2006 undir handleiđslu Jerome Lowenthal. Víkingur stundar nú mastersnám viđ skólann hjá Robert McDonald og sćkir einkatíma til Ann Schein.

 

Víkingur mun leika Píanókonsert nr 3 eftir Sergey Rachmaninoff međ Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumon Gamba 29. september nćstkomandi.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftárhreppur til framtíđar
Sorphirđa og flokkun
Persónuverndarfulltrúi og persónuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus störf í Skaftárhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
Götukort