Frá Hayden til Huga á Kirkjubćjarklaustri 10.-12. ágúst
05.07.2007
| Menningarmálanefnd

 

Frá Haydn til Huga á Kirkjubćjarklaustri

 

Hinir árlegu Kammertónleikar á Kirkjubćjarklaustri verđa haldnir í sextánda sinn helgina 10. til 12. ágúst nćstkomandi. Ţetta er annađ áriđ í röđ sem mezzósópransöngkonan Guđrún Jóhanna Ólafsdóttir er listrćnn stjórnandi hátíđarinnar, en ţađ er Menningarmálanefnd Skaftárhrepps sem stendur fyrir henni. Auk Guđrúnar munu koma fram á ţrennum tónleikum ţau Víkingur Heiđar Ólafsson, píanó, Elena Jáuregui, fiđla, Francisco Javier Jáuregui, klassískur gítar og Robert Brightmore, klassískur gítar. Allir tónlistarmennirnir eru búsettir erlendis svo á hátíđinni gefst fólki gott tćkifćri til ađ hlusta á ţá hér á Íslandi.

Í ár er bryddađ upp á ţeirri nýjung ađ frumflytja nýtt íslenskt tónverk. Hátíđin fór ţess á leit viđ tónskáldiđ Huga Guđmundsson og skáldiđ Kristján Ţórđ Hrafnsson ađ ţeir semdu sungiđ eintal fyrir mezzósópran, fiđlu og tvo klassíska gítara og ber verkiđ heitiđ “Réttu orđin”.

Auk framangreinds verks mun Guđrún flytja tvo spćnska ljóđaflokka, eftir Turina og Montsalvatge, og kantötu Haydns “Arianna a Naxos”. Guđrún hlaut nýveriđ verđlaun sem besti flytjandi ljóđatónlistar í alţjóđlegri söngkeppni á vegum Zamoraborgar á Spáni, en í fyrra hlaut hún verđlaun sem besti túlkandi tónlistar Joaquín Rodrigo í alţjóđlegri keppni í Madríd sem ber nafn tónskáldsins.

Víkingur fékk Íslensku tónlistarverđlaunin 2006 sem “Flytjandi ársins”, međal annars fyrir leik sinn á Kammertónleikum á Kirkjubćjarklaustri í fyrra. Í ár munu áheyrendur fá ađ heyra hann takast á viđ hina frćgu sónötu Beethovens “Pathétique” og “Sónötu nr. 3 í h-moll” eftir Chopin.

Haft var eftir Chopin ađ ekki vćri til neitt fegurra en ađ hlusta á klassískan gítar, nema ţá kannski ađ hlusta á tvo gítara saman. Gestir Kammertónleikanna munu fá ađ hlýđa á samleik spćnska gítarleikarans Francisco Javier Jáuregui og enska gítarleikarans Robert Brightmore en ţeir munu flytja saman dansa úr tónverkum eftir Manuel de Falla. Francisco Javier og Robert munu einnig flytja ýmsar perlur gítartónbókmenntanna, eftir Mompou, Houghton og Domeniconi. Spćnski fiđluleikarinn Elena Jáuregui mun leiđa íslenska áheyrendur inn í hinn heillandi tónlistarheim Spánar međ leik sínum á verkum eftir Manuel de Falla og Pablo Sarasate.

Ţađ verđur ţví mikil fjölbreytni á Kammertónleikum á Kirkjubćjarklaustri í ár, tónlist frá Haydn til Huga Guđmundssonar, virtúósaeinleiksverk og kammerverk.

Tónleikarnir verđa haldnir í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli föstudaginn 10. ágúst kl. 21:00, laugardaginn 11. ágúst kl. 17:00 og sunnudaginn 12. ágúst kl. 15:00. Miđaverđ er 2.000 kr á eina tónleika, en 4.500 kr ef keyptir eru miđar á alla tónleikana. Vinsćlt hefur veriđ ađ gista í nágrenni Kirkjubćjarklausturs til ađ njóta ţar tónlistar og náttúrufegurđar undir lok sumarsins og er fólki ráđlagt ađ panta gistingu í tíma. Upplýsingamiđstöđ Skaftárhrepps tekur viđ miđapöntunum í síma 487 4620.

 Nánari upplýsingar veitir Guđrún Jóhanna Ólafsdóttir. S: 692 3664.

 gudrun_olafsdottir@hotmail.com 

www.gudrunolafsdottir.com

www.klaustur.is

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftárhreppur til framtíđar
Sorphirđa og flokkun
Persónuverndarfulltrúi og persónuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus störf í Skaftárhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
Götukort