Skaftßrhreppur til framtÝ­ar

 Lokaskýrsla 2019

Verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar er nú lokið.

Verkefnið SKAFTÁRHREPPUR TIL FRAMTÍÐAR

Samtal við íbúa Skaftárhrepps á vegum verkefnisins Brothættra byggða hófst með íbúaþingi í október 2013. Verkefnið í Skaftárhreppi hlaut heitið „Skaftárhreppur til framtíðar".  Var íbúaþingið ágætlega sótt. Alls voru 15 málaflokkar til umræðu á þinginu. Þau málefni sem hæst skoruðu voru fjarskipti, þriggja fasa rafmagn, húsnæðismál og atvinnumál, ekki síst ferðaþjónusta og landbúnaður, sem eru atvinnugreinar sem ber að styrkja.

Nokkrir íbúafundir hafa verið haldnir síðan, til að kynna framgang verkefnisins.  Á íbúafundi í nóvember 2015 var það sem fram kom á íbúaþinginu staðfest, það sem skiptir íbúa mestu til að þróun byggðar verði jákvæð, er að styrkja innviði, koma á þriggja fasa rafmagni, bæta fjarskipti og efla samgöngur. Ríkisjarðir eru margar og hafa íbúar skoðanir á nýtingu þeirra og ættliðaskipti er mál sem þarf að hafa þekkingu á. Þá liggja tækifæri í fullvinnslu afurða, sögutengdri ferðamennsku og nýtingu auðlinda. Skaftárhreppur er innan Kötlu Geopark og Vatnajökulsþjóðgarður er á afrétti hans. Hvoru tveggja býður upp á tækifæri til framtíðar.

Snemma árs 2015 var Eirný Vals ráðin verkefnisstjóri fyrir verkefnið í Skaftárhreppi. Hún hefur, ásamt verkefnisstjórninni, unnið að mótun framtíðarsýnar og markmiða fyrir verkefnið. Starfað verður eftir þeirri stefnumótun út verkefnistímann. Auk stefnumótunar hefur verkefnisstjóri unnið að kynningu verkefnisins innan stjórnsýslunnar og þeirra hagsmunaaðila sem gætu greitt fyrir þeim málum sem íbúar leggja áherslu á.

Skilaboð frá íbúaþingi 2013

"Nýsköpun í atvinnulífi, þar sem byggt er á þeim grunni sem þegar er til staðar í landbúnaði og ferðaþjónustu og byggt á sérstöðu í náttúru og sögu, er mikilvægasta viðfangsefnið.  Forsendan er sú að til staðar sé atvinnu- og íbúðarhúsnæði, fjarskipti og þriggja fasa rafmagn.  Þetta samspil er grundvöllur að eflingu byggðar í Skaftárhreppi"

Í október 2016 var Framtíðarsýn 2020,  ásamt meginmarkmiðum og aðgerðaáætlun samþykkt. Á sama tíma færðist verkefnið af áfanga tvö, stefnumótun og áætlanagerð, yfir á stig þrjú, framkvæmd. Jafnframt fluttist formennska í verkefnisstjórn frá Byggðastofnun til sveitarfélagsins.

Framtíðarsýn til 2020

Haustið 2017 tók við nýr verkefnisstjóri - Þuríður Helga Benediktsdóttir, til að leiða verkefnið skv. Framtíðarsýn til 2020 til loka ársins 2017.

Þuríður Helga Benediktsdóttir - framtid@klaustur.is - sími 893-2115 - Kirkjubæjarstofa

Verkefnastyrkir Skaftárhrepps til framtíðar

Veittir eru verkefnastyrkir á vegum Brothættra byggða til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna á þeim svæðum sem taka þátt. Fimmtán verkefni í Skaftárhreppi hafa hlotið styrk. Í febrúar 2017 verður í þriðja sinn auglýst eftir umsóknum um styrki. Auglýsing ásamt úthlutunarreglum verður birt á vefnum.

Úthlutun styrkja 2018

Úthlutun styrkja 2017

Úthlutun styrkja 2015 og 2016

Styrkumsókn

Eyðublað Áfangaskýrslu / Lokaskýrslu

SKAFTÁRHREPPUR TIL FRAMTÍÐAR

framtid@klaustur,is

sími: 893-2115

Þuríður Helga Benediktsdóttir, verkefnastjóri

 

 

 

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷tukort