Hva­ er Fri­ur og frumkraftar?

Friður og frumkraftar er hagsmunafélag sem hefur þann tilgang að efla byggð í Skaftárhreppi, fjölga atvinnutækifærum og standa vörð um þau sem fyrir eru ásamt því að styrkja markaðsstöðu og ímynd Skaftárhrepps.

Slagorðið „Friður og frumkraftar / At ease with the elements“ vísar til þess að í Skaftárhreppi, er auðvelt að komast í tæri við frumkraftana; jörðina, eldinn, vatnið og loftið sem hafa mótað landið og eru enn að.


Jörðin
er þungamiðja upplifunarinnar í Skaftárhreppi, þessu öðru landstærsta sveitarfélagi á Íslandi, en fámenna. Á hverjum 100 ferkílómetrum í Skaftárhreppi búa sjö manns, en í Reykjavík eru nær 44.300 íbúar á jafn stóru svæði. Víða má einnig bókstaflega ganga í jörð í einhverjum af fjölmörgum hellum svæðisins.

Eldurinn er nátengdur sögu svæðisins eins og flestir þekkja, þegar hraunmagn sem rann í Skaftáreldum var meira en um getur í öðrum gosum á jörðinni, síðasta árþúsundið. Jón "eldklerkur" Steingrímsson var sagður hafa stöðvað framgang hraunsins með bænaþunga sínum.

Vatnið hefur mótað land og líf í Skaftárhreppi. Skaftáin er lífæð svæðisins og minnir reglulega á sig þegar hún hleypur fram með tilheyrandi krafti. Undan hrauninu streyma tærar lindir og Systrafoss setur svip á umhverfið á Kirkjubæjarklaustri.

Loftið leikur blíðlega um vanga á mildum sumardögum, enda veðurfar í Skaftárhreppi milt og margir Íslendingar eiga sér endurminningar um fallega sumardaga á Klaustri og í nágrenni.

Félagið var formlega stofnað 24. september 2009 og eru félagar nú orðnir 27 talsins;
Eldvilji
Ferðafélagið Útivist
Ferðamálafélag Skaftárhrepps
Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf.
Fjárhundasýningin í Gröf í Skaftártungu
Fosshótel Núpar
Glacierview Guesthouse
Hálendismiðstöðin Hólaskjól
Hólasport
Hótel Geirland ehf.  
Hótel Laki
Icelandair Hótel Klaustur
Hrífunes Guesthouse
Íslenskir fjallaleiðsögumenn ehf.
Kjarval á Kirkjubæjarlaustri / Kaupás hf.
Kaffi Munkar / Sofia ehf.
Kirkjubæjarstofa ses.
Klausturbleikja
Nonna og Brynjuhús, Þykkvabæjarklaustri
REB bakstur
Seglbúðir
Skaftárskáli
Systrakaffi ehf.  
Skaftáreldar ehf.
Skaftárhreppur
Slóðir
Tjaldsvæðið Kirkjubæ II

Stjórn félagsins skipa:
Sveinn H. Jensson Hótel Klaustur/ Bær ehf., formaður
Þuríður Helga Benediktsdóttir, Sveitabragginn, ritari,
Ólafía Jakobsdóttir, Kirkjubæjarstofa ses, gjaldkeri,
Eva Björk Harðardóttir, Hótel Laki,
Ágúst Leó Sveinsson, Hótel Geirland 

Varamenn:
Hadda Björk Gísladóttir, Hrífunesi,
Rannveig Bjarnadóttir.
Erla F. Ívarsdóttir  Hótel Geirland.


Félagsaðild geta öðlast fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar sem vilja vinna að tilgangi félagsins í sveitarfélaginu Skaftárhreppi.  Klasasamstarf byggir á samvinnu félaga, þrátt fyrir að þeir séu á sama tíma í samkeppni.  Með slíkri hugsun komumst við öll lengra.  Við tökum vel á móti nýjum félögum og hvetjum alla sem áhuga hafa til að hafa samband.

Netfang klasans er visitklaustur@visitklaustur.is

Heimasíða klasans www.visitklaustur.is


Skýrsla um mörkun Skaftárhrepps
Lög Friðar og frumkrafta

Skaftßrhreppur til framtÝ­ar

Styrkumsókn


Lesa

Sorphir­a og flokkun
Hva­ er Fri­ur og frumkraftar?
Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi
Vi­bur­adagatal Skaftßrhrepps

<iframe...

Lesa

G÷tukort