TjaldsvŠ­i

Tjaldsvæðið Kirkjubæ II

 

Tjaldsvæðið Kirkjubæ II er inní þorpinu Kirkjubæjarklaustri. Beygt er til hægri rétt eftir að komið er inní þorpið. Öll þjónusta er í göngufæri: Sundlaugin, líkamsræktarsalurinn, verslunin, sýningin um Skaftárelda, kaffihúsið, hótelið, sjoppan, bankinn, upplýsingamiðstöðin og fleira. Á Kirkjubæjarklaustri er einnig heilsugæsla, apótek og læknir.

Tjaldstæðið er mjög vel búið. Mörg salerni eru á svæðinu og nokkrar sturtur. Það er rafmagn fyrir þá sem það vilja og góð aðstaða fyrir húsbíla. Þvottavél og þurkkari er á staðnum og sérstakt salerni og sturta er fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og matsalur er fyrir hendi. Hundar eru leyfðir á svæðinu en gæta þarf þess að þeir ónáði ekki aðra gesti.

Tjaldsvæðið er opið frá 01/06/2010-30/09/2010

http://www.kirkjubaer.com
sími / tel.: 894 4495
netfang / e-mail: kirkjubaer@simnet.is 
 

Tjaldsvæðið Kleifar við Geirlandsveg

Tjaldsvæðið Kleifar er aðeins tvo og hálfan kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss, Stjórnarfoss, sem hægt er að baða sig í á góðviðrisdögum. Á tjaldsvæðinu er salernisaðstað með rennandi vatni og íþróttavöllur í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sigurðardóttir kleifar68@simnet.is

sími / tel.: 487-4675 / 863-7546
vefsíða / homesite: http://kleifar.123.is

Ferðaþjónusta og sumarhús ehf Hörgslandi 1

www.horgsland.is
sími / Tel.: 487-6655
e-mail: postur@horgsland.is

 

Hrífunes í Skaftártungu
sími / tel: +354 770-0123
e-mail: info@hrifunes.is
www.hrifunes.is

 

Hólaskjól við Lambaskarðshóla
Tjaldsvæðið er með salernisaðstöðu og sturtu. Hestahópar eru velkomnir, góð aðstaða og heysala er á staðnum.

Hægt er að senda fyrirspurn/bókanir af síðunni www.eldgja.is
Upplýsingar veitir einnig Gunnar Sveinsson

sími / tel: 855-5812 / 855-5813 / 865-7432 / 823-5788
e-mail: flaga@simnet.is