Nonna- og Brynjuh˙s, ŮykkvabŠjarklaustri

 

Þykkvabæjarklaustri, Álftaveri
880 Kirkjubæjarklaustri

Í Nonna- og Brynjuhúsi, sem staðsett er á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, er gisting í svefnpokaplássi fyrir allt að 22 manns. Ef óskað er, má einnig fá uppábúin rúm. 
Góð eldunaraðstaða er í húsinu, en engin matsala og ekki er boðið upp á morgunmat.  Því þarf fólk að taka allt matarkyns með sér á staðinn.

Næstu þéttbýlisstaðir með verslun og þjónustu eru Vík í Mýrdal, sem er í 42 km fjarlægð í vesturátt og Kirkjubæjarklaustur, sem staðsett er 50 km í austur.

Hefðbundinn búskapur er stundaður á Þykkvabæjarklaustri samhliða ferðaþjónustunni.  Gestum er velkomið að fylgjast með bústörfum, en á eigin ábyrgð.

Veturinn býður upp á svartamyrkur í Álftaveri og óendanlega víðsýni hinn stutta birtutíma.

Vefsíða: kiddasiggi.is

SÝmi: 487-1446 / 849-7917
Netfang: kiddasiggi@simnet.is