Hˇlaskjˇl - Hßlendismi­st÷­ vi­ Eldgjß

Hólaskjól er við Fjallabaksleið nyrðri, um 35 km frá þjóðvegi 1, þegar ekið er upp  Skaftártungu. Yfir sumarið er vegurinn fær öllum bílum og engar óbrúaðar ár á leiðinni.

Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 71 gest í tveggja hæða skála.

Þrjú bjálkahús eru einnig leigð út og geta allt að 6 manns gist í hverju þeirra í kojum. Hægt er að fá aukadýnur á gólf fyrir 2 í viðbót ef þörf krefur.

Tjaldstæði með salernisaðstöðu og sturtu.

Hestahópar eru velkomnir, góð aðstaða. Heysala.

Fjölbreyttar gönguleiðir í nágrenni.

Opnunartími: Frá 1. júní til 15. september. Einnig á öðrum árstímum eftir samkomulagi.

Gps hnit: 63° 54,459'N, 18° 36,259'W (ISN93: 519.426, 378.284).

Kort:      http://ja.is/kort/#x=517259&y=378252&z=6

Vefsíða: http://eldgja.is/

Tölvupóstur/Email: holaskjol@holaskjol.com   

  

SÝmi: 855-5812 / 855-5813