Skaftßrhreppur og KirkjubŠjarklaustur

Skaftárhreppur
Skaftárhreppur er austurhluti Vestur Skaftafellssýslu og afmarkast hann nálægt Blautukvísl  á Mýrdalssandi að vestan, um Mýrdalsjökul í Strútslaug og um Hábarm í Kirkjufellsós. Þaðan ræður Tungnaá í Vatnajökli og að austan liggja mörkin um vestanverðan Skeiðarársand.

Hreppurinn dregur nafn sitt af ánni Skaftá, sem á aðalupptök sín undir Skaftárjökli og rennur til sjávar í Veiðiósi og Kúðaósi. Lengd hennar frá upptökum til ósa er um 115 km. Skaftárhreppur var stofnaður árið 1990 úr 5 hreppum, Hörgslandshreppi, Kirkjubæjarhreppi, Leiðvallahreppi, Skaftártunguhreppi og Álftavershreppi. Aðal atvinnuvegur íbúanna er landbúnaður, ferðaþjónusta og önnur þjónusta. Þann 1. desember 2008 voru íbúar Skaftárhrepps 467. Landslag og gróðurfar í Skaftárhreppi er mjög fjölbreytilegt og andstæður í náttúrunni miklar. Veðursæld er mikil, mildir vetur og hlý og sólrík sumur. Miklar náttúruhamfarir af völdum eldgosa og jökulhlaupa hafa í gegnum aldirnar mótað landslag og mannlíf héraðsins. Árið1783 rann mikið hraunflóð úr Lakagígum á Síðumannaafrétti, kallast það Skaftáreldar. Er það talið eitt mesta hraunflóð sem runnið hefur á jörðinni á sögulegum tíma í einu gosi. Hraunstraumarnir fylltu gljúfur Skaftár og Hverfisfljóts og runnu þar til byggða í tveimur elfum og breiddust svo út yfir láglendið. Hraunið tók af marga bæi og eyddi stórum landsvæðum í byggðinni. Öskufall varð mikið og afleiðingar eldgossins urðu skelfilegar fyrir íbúa héraðsins, sem og aðra landsmenn. Tímabilið um og fyrst eftir gosið er nefnt Móðuharðindin. Í Mýrdalsjökli er eldstöðin Katla sem margsinnis hefur gosið frá því að sögur hófust, síðast árið 1918. Mikil jökulhlaup hafa fallið niður Mýrdalssand í kjölfar Kötlugosa og ógnað byggðum í nágrenninu. Þá hafa einnig orðið mikil eldgos á sögulegum tíma í Eldgjá í Skaftártungu og í Öræfajökli, auk eldgosa í smærri eldstöðvum.

HS Klaustur litil 3

Kirkjubæjarklaustur
Staðurinn hét Kirkjubær á Síðu fyrr á tíð og var þar löngum stórbýli. Þar hefur nú myndast kauptún, eina þéttbýlið í hreppnum með um 120 íbúa.
Kirkjubæjarklaustur, í daglegu tali nefnt Klaustur, er miðsvæðis í hreppnum og þaðan liggja leiðir til allra átta. Þjóðvegur nr. 1 (hringvegurinn) liggur í gegnum hreppinn.


Á Kirkjubæjarklaustri er stunduð verslun og er þar margvísleg þjónusta við íbúa og ferðamenn. Kirkjubæjarklaustur á sér langa og merka sögu. Talið er að fyrir landnám norrænna víkinga hafi Papar haft búsetu á Kirkjubæjarklaustri, segir sagan að þar hafi ávallt búið kristnir menn en heiðnum mönnum hafi ekki verið heimil búseta. Þar bjó landnámsmaðurinn Ketill hinn fíflski. Eftir Ketil vildi Hildir Eysteinsson úr Meðallandi færa bú sitt í Kirkjubæ, en hann var maður heiðinn. Er hann kom að túngarði féll hann örendur niður og liggur í Hildishaugi sem er klettahóll skammt austan Klausturs. Árið 1186 var stofnað nunnuklaustur af Benediktsreglu í Kirkjubæ. Klausturhald hélst nær óslitið fram til siðaskipta árið 1554. Mörg örnefni á staðnum og þjóðsögur tengjast klausturlífinu og kirkjusögunni.

Frá Kirkjubæjarklaustri er stutt í nokkrar þekktustu náttúruperlur á Íslandi eins og Jökulsárlón, Skaftafell, Lakagíga og Landmannalaugar.

Hr. Mosi / Mr. Moss
Skaftßrhreppur til framtÝ­ar
Sorphir­a og flokkun
Persˇnuverndarfulltr˙i og persˇnuverndarstefna

Samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 90/2018 ber öllum...

Lesa

Laus st÷rf Ý Skaftßrhreppi

Hvar vilt þú vinna?

 

 

 

 

...

Lesa
G÷ngulei­ir
Kort af svŠ­inu